fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Eyjan

Biden um Trump – „Hann hafði ekki kjark“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 07:03

Hvor mun hafa betur í haust?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump hafði ekki kjark til að grípa til aðgerða þegar æstur múgur réðst á þinghúsið í Washington D.C. þann 6. janúar á síðasta ári. Þetta er mat Joe Biden, núverandi Bandaríkjaforseta.

„Lögreglumenn voru hetjurnar þennan dag. Donald Trump hafði ekki kjark til að grípa til aðgerða. Því mega hugrakkir lögreglumenn um land allt aldrei gleyma. Þú getur ekki bæði staðið á bak við uppreisn og lögregluna. Þú getur ekki bæði stutt uppreisn og lýðræði. Þú getur ekki bæði stutt uppreisn og Bandaríkin, “ sagði Biden.

Þetta kom fram í ávarpi hans á ráðstefnu lögreglumanna af afrískum uppruna í gær. Um upptöku var að ræða því Biden hefur haldið sig til hlés í Hvíta húsinu eftir að hann greindist með COVID-19. CBS News skýrir frá þessu.

Minnst fimm létust í árásinni á þinghúsið og rúmlega 140 lögreglumenn slösuðust.

Fram hefur komið að Trump horfði á atburðina í sjónvarpi í Hvíta húsinu. Æstur múgurinn, stuðningsmenn Trump, höfðu farið að þinghúsinu að áeggjan hans en hann hvatti þá til að berjast af miklum móð.

Múgurinn trúði staðlausum staðhæfingum Trump um að rangt hefði verið haft við í forsetakosningunum og að hann væri réttkjörinn forseti.

Biden beindi einnig orðum sínum að Ron DeSantis, ríkisstjóra í Flórída, í ávarpi sínu til lögreglumannanna. „Í þessu ríki, sem við erum í í dag, hafa DeSantis ríkisstjóri, Marco Rubio og Rick Scott öldungadeildarþingmenn, allir hafnað því að banna hervopn. Höfum á hreinu, þú getur ekki stutt það að hervopn séu á götum Bandaríkjanna ef þú styður ekki lögregluna,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Örvænting grípur um sig meðal uppgjafaráðherra

Orðið á götunni: Örvænting grípur um sig meðal uppgjafaráðherra