fbpx
Fimmtudagur 07.júlí 2022
Eyjan

Jóhann Páll: „Bæði siðferðilegt og efnahagslegt glapræði“

Rafn Ágúst Ragnarsson
Mánudaginn 23. maí 2022 14:58

Jóhann Páll Jóhannsson - Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, fannst ekki nógu mikið fara fyrir ákveðnum málum á Alþingi í síðustu viku og tók það sem honum þótti mikilvægast saman í færslu á Facebook í gær. Fyrst tekur hann fyrir frumvarp sem Guðmundur Ingi félagsmálaráðherra mælti fyrir á mánudaginn til starfskjaralaga um aðgerðir gegn launaþjófnaði.

„Úrræðin sem ráðherra leggur til eru talsvert veikari en hlutlæga bótareglan sem verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir og stéttarfélög gerðu sér væntingar um. Engu að síður virðist ekki vera samstaða um frumvarpið í stjórnarliðinu.“

Jóhann segir svo að Guðrún Hafsteinsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hafi sett fram sjónarmið sem honum finnst vera „athyglisverð“.

„Það sé vandséð hvaða tjóni launamaður verður fyrir umfram launatap þegar atvinnurekandi greiðir honum of lág laun sem bæta þarf með álagningu févítis. Eina tjónið sem launamaður yrði alla jafna fyrir væru lægri útborguð laun en hann á rétt á,“ segir Guðrún.

„Hvað þýðir þetta fyrir trúverðugleika ríkisstjórnarinnar?“

Næst tekur hann fyrir frumvarp Sigurðar Inga innviðaráðherra til breytinga á húsaleigulögum en frumvarpið lagði hann fram á þriðjudaginn. „Það er líka seinbúið viðbragð við lífskjarasamningnum. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi lofað lagabreytingum til að verja leigjendur fyrir hækkun leigufjárhæðar snýst þetta frumvarp einkum um skráningarskyldu leigusamninga í opinberan gagnagrunn,“ segir Jóhann um frumvarpið.

„Slíkt getur orðið grundvöllur að frekari regúleringu í þágu leigjenda og að því leyti felur frumvarpið í sér hænuskref í átt að heilbrigðari leigumarkaði, en meira að segja þessi hænuskref mættu mjög harðri gagnrýni frá þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, Óli Birni Kárasyni, sem segir að með frumvarpinu sé verið að „búa til bákn“ og lögfesta óeðlileg afskipti af frjálsum einstaklingum.“

Jóhann segir að fyrst þetta séu sjónarmið þingflokks Sjálfstæðisflokksins sé ekki furða að hægt hafi gengið hjá ríkisstjórninni að efna loforðin sem voru gefin til að liðka fyrir kjarasamningsgerðinni 2019. Hann spyr svo hvað þetta þýði fyrir trúverðugleika ríkisstjórnarinnar í komandi kjaraviðræðum og hvernig aðilar vinnumarkaðarins eigi að geta treyst ríkisstjórn sem standi ekki við gefin loforð.

„Þessi vonda útlendingapólitík er bæði siðferðilegt og efnahagslegt glapræði.“

Síðast tekur Jóhann fyrir útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Það var til umræðu á Alþingi í síðustu viku. Jóhann fer óspart með skammaryrðin um það frumvarp: „Frumvarpið snýst um að svipta fólk ýmsum lágmarksréttindum og gefa stjórnvöldum mjög opnar heimildir til að vísa fólki úr landi án þess að meta aðstæður þess.“

Hann gagnrýnir líka Steinunni Þóru Árnadóttur fyrir að halda uppi vörnum fyrir frumvarpið.

„Þegar Helga Vala gagnrýndi frumvarpið spurði Steinunn hvort hún vildi kannski bara hafa „alveg opin landamæri“. Guðmundur Ingi, ráðherrann sem fer með málefni er varða þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, fékkst ekki til að taka þátt í umræðunni. Enginn þingmaður Vinstri grænna hreyfði mótbárum, enginn gerði athugasemdir þegar dómsmálaráðherra kallaði fjölskyldur sem eiga eftir að yfirgefa landið í kjölfar synjunar „brotamenn“ og þingmönnum VG finnst ekkert athugavert að annar ráðherra en sá sem fer þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd leggi fram frumvarp um grundvallarbreytingar á 33. gr. útlendingalaga sem fjallar um þessa þjónustu.“

Jóhann lýkur færslunni með því að gagnrýna útlendingafrumvarpið harðlega

„Nú ætla stjórnvöld að flytja hátt í 300 umsækjendur um alþjóðlega vernd úr landi á næstu dögum, meðal annars fólk í viðkvæmri stöðu sem mun lenda á götunni í Grikklandi en þráir að búa og starfa á Íslandi. Um leið berast fréttir af því að það vanti þúsundir til starfa á Íslandi. Þessi vonda útlendingapólitík er bæði siðferðilegt og efnahagslegt glapræði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar – Tímamótasamningur fyrir hálfri öld

Björn Jón skrifar – Tímamótasamningur fyrir hálfri öld
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Af hverju í ó­sköpunum er ekki ráðist að rót vandans?“ spyr Sigmundur Ernir

„Af hverju í ó­sköpunum er ekki ráðist að rót vandans?“ spyr Sigmundur Ernir
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Talið öruggt að Kristrún bjóði sig fram til forystu hjá Samfylkingunni

Talið öruggt að Kristrún bjóði sig fram til forystu hjá Samfylkingunni
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Þjóðirnar tvær í landinu búa við mismunandi aðstæður segir Ragnhildur – „Alþýðan sem fær e.t.v. brauðmola“

Þjóðirnar tvær í landinu búa við mismunandi aðstæður segir Ragnhildur – „Alþýðan sem fær e.t.v. brauðmola“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Bændasamtökin telja sig vita lausnina á vanda Úkraínu – Tilbúin að veita aðstoð í málinu

Bændasamtökin telja sig vita lausnina á vanda Úkraínu – Tilbúin að veita aðstoð í málinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Meirihlutinn telur hvalveiðar skaða orðspor landsins

Meirihlutinn telur hvalveiðar skaða orðspor landsins