fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Umboðsmaður Alþingis spyr ríkislögreglustjóra út í brottvísanirnar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 12:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umboðsmaður Alþingis hefur sent frá sér tvær fyrirspurnir vegna brottvísunar 15 hælisleitenda á dögunum. Annarri fyrirspurninni var beint að kærunefnd Útlendingastofnunar og hinni að ríkislögreglustjóra.

Í bréfinu sem sent hefur verið ríkislögreglustjóra segir umboðsmaður að komið hafi fram í fréttum að einn þeirra sem fluttur var í lögreglufylgd til Grikklands hafi verið fatlaður maður í hjólastól.

„Af frásögn fjölmiðla og myndskeiðum sem birst hafa af umræddu atviki verður ráðið að við flutninginn hafi hjólastóllinn verið tekinn af manninum og hann fluttur í lögreglubíl sem ekki mun hafa verið sérútbúinn með tilliti til þarfa hans.“

Síðan hafi komið fram í viðtali við Helga Valberg Jensson, yfirlögfræðing ríkislögreglustjóra, að skoða þyrfti verklag sem var viðhaft við brottflutninginn og að lögregla ætti að eiga bifreið sem væri útbúin fyrir hjólastól.

Umboðsmanni hafi verið falið að sinna svokölluðu OPCAT-eftirliti á grundvelli valfrjálsrar bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.

Óskar Umboðsmaður eftir upplýsingum um hvort og þá hvaða ráðstöfunum ríkislögreglustjóri hafi gripið til vegna málsins.

Í bréfinu til kærunefndar segir að talsmaður eins hælisleitenda gagnrýnt birtingu kærunefndarinnar á úrskurðum sínum. En talsmaður hafi verið staddur erlendis þegar úrlausn var send honum og ekki gat hann nálgast skjalið þar sem rafræn skilríki hafi ekki virkað. Þá hafi frestur til að óska eftir frestun réttaráhrifa verið liðinn þegar hann gat kynnt sér úrlausnina.

Óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um framkvæmd kærunefndar er varðar umboð löglærðra talsmanna og hvort og þá hvaða kröfur séu gerðar til forms og efnis umboðs.

Hvort það sé rétt að kærunefnd birti úrskurði almennt eingöngu með rafrænum hætti í aðstæðum þar sem útlendingur nýtur aðstoðar löglærðs talsmanna eða hvort einnig sé boðið upp á annan birtingarkost. Eins upplýsingum um hvernig birtingnum er almennt háttað.

Eins vill umboðsmaður vita hvort kærunefndin kannist við það vandamál að erfitt geti verið að nálgast úrlausnir nefndarinnar með rafrænum hætti erlendis.

Svara er óskað fyrir 30. nóvember

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“