fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Textaverk Bubba renna út eins og heitar lummur – Selt fyrir 15 milljónir á rúmum þremur klukkustundum

Eyjan
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 15:56

Bubbi Morthens er að gera það gott.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bubbi Morthens er ekki bara einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar heldur en hann líka glúrinn viðskiptamaður. Þriðju jólin í röð auglýsir hann nú textaverk sín til sölu og virðist ekkert lát á vinsældum þeirra. Salan í ár hófst á hádegi og eru alls 1.100 verk til sölu. Heildarsöluverðmæti verkanna eru 46 milljónir króna en eftir rúmar þrjár klukkustundir var um þriðjungur upplagsins seldur, rúmar 15 milljónir króna.

Dæmi um verk sem er til sölu

Uppruna hugmyndarinnar má rekja til þess að árið 2020 fann Bubbi stílabækur með frumtextum af ýmsum lögum frá ferli sínum.

„Textarnir og hugleiðingar mínar frá þessum tíma lifnuðu við og töluðu til mín. Ég tók þá ákvörðun að útbúa textaverk í takmörkuðu upplagi, þar sem frumtextinn eins og ég skrifaði hann með eigin hendi í upphafi, er notaður í verkið,“ sagði Bubbi í viðtali árið 2020 þegar fyrsti skammtur fór í sölu. „Er nauðsynlegt að skjóta þá?,“

Verkin mokseldust fyrir jólin árið 2020 og 2021 og miðað við viðtökurnar í dag þá verða þau fljótt að seljast upp í ár. Öll verkin eru númeruð, vottuð og undirrituð af listamanninum.

Það er ljóst að það er gott að vera Bubbi Morthens á aðventunni. Vinsælir jólatónleikar hans eru einnig komnir í sölu ásamt verkunum á vefsíðunni Bubbi.is og búast má því að það sé ekki síður mikil sala á þá.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar