fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Eyjan

Ræða Bjarna vekur ólgu: Hrósaði dómsmálaráðherra og fékk lófatak – „Djöfulsins andskotans viðbjóður“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 5. nóvember 2022 10:30

Á myndinni eru (frá vinstri): Bragi Páll, Bjarni Benediktsson, Óskar Steinn, Valgerður Árnadóttir, Eiríkur Ön og Ragna Sigurðardóttir - Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Jón Gunnarsson vinnur í sama anda, að einföldun og aukinni skilvirkni í stofnanaumgjörð dómsmálaráðuneytisins og eins og við sjáum hefur þurft að bregðast við gríðarlega krefjandi stöðu í hælisleitendamálum. Má ég ekki bara biðja um gott klapp fyrir þessa öflugu ráðherra sem við eigum?“ mælti Bjarni í setningarræðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins og uppskar í kjölfarið mikið klapp.

Áður en Bjarni talaði um dómsmálaráðherra í ræðunni hafði hann einnig hrósað hinum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins en það var þessi hluti sem vakti athygli rithöfundarins Braga Páls Sigurðarsonar. Bragi birti þennan hluta ræðunnar á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi og sagði að þau sem styðji Sjálfstæðisflokksins eða ríkisstjórnina séu „samsek í mannréttindabrotum þeirra“.

Mikið hefur verið fjallað um brottvísanir á hælisleitendum í vikunni en aðfaranótt fimmtudags var alls 15 hælisleitendum vísað úr landi. Til stóð að vísa 28 í heildina úr landi en 13 fundust ekki.

Málið vakti gífurlega reiði á samfélagsmiðlum, sérstaklega í ljósi þess hvernig komið var fram við Hussein, hælisleitanda sem var vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni. Hussein er fatlaður og notar hjólastól en lögreglan lyfti honum úr hjólastólnum og setti hann í bílinn. Aðgerðin hefur verið harðlega gagnrýnd en auk þess hefur verið sagt að um mannréttindabrot hafi verið að ræða.

„Djöfulsins andskotans viðbjóður“

Þetta brot úr ræðu Bjarna á landsfundinum hefur vakið mikla ólgu á samfélagsmiðlinum Twitter í kjölfar þess sem Bragi deildi klippunni þar. „Mér býður við þessu. Djöfulsins andskotans viðbjóður,“ segir til að mynda Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir, stjórnarkona í Öfgum, í athugasemdunum við færsluna.

Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl tekur einnig til máls. „Nú er erfitt að vera ekki orðljótur,“ segir hann.

Þá kallar Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, fyrrverandi ritari Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokkinn hægriöfgaflokk. „Það er hægriöfgaflokkur við völd á Íslandi,“ segir Óskar er hann deilir myndbandinu áfram.

Ragna Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, furðar sig einnig á þessu. „Er þetta í alvörunni bara svona?“ spyr hún.

„Að landsfundargestir klappi fyrir manninum sem ber ábyrgð á framkvæmd þessara brottvísana? Framkvæmd sem felur í sér að handtaka skólastelpur og henda fötluðum manni án hjólastóls út í bifreið á leið í leiguflug til Grikklands?“

Valgerður Árnadóttir, varaþingmaður Pírata, vitnar svo í fleyg orð sem Styrmir Gunnarsson heitinn skrifaði í skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis árið 2009: „Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reiknað með 119 milljarða króna halla á ríkissjóði á næsta ári

Reiknað með 119 milljarða króna halla á ríkissjóði á næsta ári
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn ósáttur með niðurskurðartillögur borgarstjórnar – „Færri og ódýrari snittur […] en að öðru leyti sleppur Hirðin“

Þorsteinn ósáttur með niðurskurðartillögur borgarstjórnar – „Færri og ódýrari snittur […] en að öðru leyti sleppur Hirðin“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur sorgmæddur og dapur eftir að vera „stunginn í bakið“

Vilhjálmur sorgmæddur og dapur eftir að vera „stunginn í bakið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Engin kona í færeysku landsstjórninni en það stendur allt til bóta

Björn Jón skrifar: Engin kona í færeysku landsstjórninni en það stendur allt til bóta
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áfram deilt um umdeild áform um auglýsingaskilti við Klambratún – „Hættið þessari vitleysu“

Áfram deilt um umdeild áform um auglýsingaskilti við Klambratún – „Hættið þessari vitleysu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Ætti fullveldisdagurinn ekki að vera rauður dagur?“

„Ætti fullveldisdagurinn ekki að vera rauður dagur?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarliðar lögðust gegn því að veita tekjulágum eldri borgurum desemberuppbót – „Svona á velferðarþjóðfélag ekki að virka“

Stjórnarliðar lögðust gegn því að veita tekjulágum eldri borgurum desemberuppbót – „Svona á velferðarþjóðfélag ekki að virka“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Adda Guðrún og Hanna Alexandra til Empower

Adda Guðrún og Hanna Alexandra til Empower