fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Einar Bárða fær ekki að mæta á landsfund Sjálfstæðismanna

Eyjan
Föstudaginn 4. nóvember 2022 14:31

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Einar Bárðarson verður ekki viðstaddur landsfund Sjálfstæðismanna á morgun og reiknast það til að þetta sé í fyrsta sinn í um 30 ár sem hann fái ekki að taka þátt í fundinum. Hann vekur athygli á þessu á Facebook.

„Í fyrsta sinn líklega í 30 ár fæ ég ekki að sækja Landsfund Sjálfstæðismanna. Eftir áratugi af trúnaðarstörfum í ýmsum félögum, fjáröflun og setu í miðstjórn flokksins.

Mér var það sérstakt kappsmál að komast á fundinn þar sem ég er í framboði á fundinum til Umhverfis- og samgöngunefnd flokksins þar sem ég brenn fyrir umhverfismál eins og fólk vonandi veit.“

Veltir Einar því fyrir sér hvort þétta sé vegna þess að hann gæti mögulega hafa verið merktur sem stuðningsmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem er í framboði til formanns flokksins.

„Þetta kemur mér spánskt fyrir sjónir og ég er að velta fyrir mér hvað veldur en kannski er það vegna þess að ég held með Liverpool eða búið að merkja mig sem stuðningsmann Gulla. Óska vinum mínum góðrar helgar og vonandi verður fundurinn gæfuríkur fyrir starf flokksins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær