fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Trump tapaði tæpum 130 milljörðum á tveimur árum að sögn endurskoðanda hans

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 07:59

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku bar Donald Bender, fyrrum endurskoðandi Donald Trump, vitni í máli gegn The Trump Organization en fyrirtækjasamsteypan, sem er í eigu Donald Trump, er sökuð um skattsvik. Þar skýrði hann frá einu og öðru sem nafni hans hefur reynt að halda leyndu árum saman.

Þessar afhjúpanir eru nú farnar að mynda bresti í þá mynd sem Trump hefur reynt að skapa af sjálfum sér. Sjálfsmynd sem kaupsýslumaður sem hefur náð góðum árangri. En nú liggur fyrir að hann er kaupsýslumaður sem tapaði milljörðum á skömmum tíma.

ABC skýrir frá þessu. Segir miðillinn að fyrir rétti hafi endurskoðandinn sagt að 2009 til 2010 hafi tap Donald Trump á viðskiptum verið tæplega 900 milljónir dollara en það svarar til tæplega 130 milljarða íslenskra króna. Hann sagði þetta koma fram í þeim bókhalds- og skattagögnum sem Trump hefur árum saman reynt að halda leyndum.

Bendner sagði að tap hafi verið af rekstri fyrirtækjasamsteypu Trump á hverju ári frá 2009 til 2018.

Þessar afhjúpanir gleðja eflaust marga þeirra sem hafa árum saman sagt að sú mynd, sem Trump hefur dregið upp af sjálfum sér, sé ekki rétt. Þeir hafa haldið því fram að Trump hafi ekki náð góðum árangri sem kaupsýslumaður.

Tölurnar, sem komu fram fyrir dómi, eru næstum því samhljóma þeim tölum sem New York Times skýrði frá fyrir nokkrum árum. Miðillinn komst þá yfir hluta af skattframtölum Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“