fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Eyjan

Björn biðst afsökunar á „ómálefnalegri“ gagnrýni á fordrykk

Eyjan
Sunnudaginn 6. nóvember 2022 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil spenna ríkir nú fyrir landsfundi Sjálfstæðismanna en þar verður kosið um embætti formanns flokksins nú í hádeginu. Sitjandi formaður, Bjarni Benediktsson, freistar þess að ná endurkjöri en honum barst mótframboð frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, en Guðlaugi er spáð góðu gengi þó svo að veðbankar haldi að Bjarni muni hafa betur.

Engu að síður hefur Bjarni haft vaðið fyrir neðan sig og verið duglegur að gefa kost á sér til viðtala undanfarið og gætt sín að vera sýnilegur. Til dæmis fyrir landsfund í gær gátu stuðningsmenn hans bæði skellt sér í brunch með Bjarna Ben og svo í fordrykk með Bjarna Ben í gærkvöldi.

Þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, gagnrýndi fordrykkinn og taldi að þarna væri á ferðinni lokað boð fyrir útvalda. Það væri óþarfa snobb.

Fljótlega varð Birni þó ljóst að þarna var opið boð fyrir alla stuðningsmenn og eftir að Björn varð harðlega gagnrýndur fyrir að gagnrýna fordrykkinn, og bent á að það gæti varla talist snobb að fá sér fordrykk, ákvað hann að biðjast formlega afsökunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð