fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Ingibjörg Sólrún líkir Jóni Baldvini við rándýr – Velur bráð sína af kostgæfni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. október 2022 04:46

Jón Baldvin Hannibalsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum formaður Samfylkingarinnar, líkir Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrum utanríkisráðherra, við rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni. Þetta kemur fram í pistli sem Ingibjörg Sólrún birti á Facebook í gærkvöldi. Tilefni skrifa hennar eru ásakanir um kynferðisbrot Jóns Baldvins gagnvart ungum konum í gegnum tíðina.

Ingibjörg Sólrún segir að í síðustu viku hafi hún frétt af frétt Stundarinnar um dagbókarfærslur Þóru Hreinsdóttur þegar hún var 15 ára nemandi Jóns Baldvins í Melaskóla 1970. Segist Ingibjörg hafa þurft að beita sig hörðu til að lesa frásögnina.

Hún segir að þetta sé ótrúlega merkileg heimild um hvaða aðferðum Jón Baldvin beitti til að ná tökum á Þóru og hvaða afleiðingar þetta hafði fyrir hugarástand hennar.

„Í framhaldinu ákvað ég að lesa aftur allar þær 23 sögur sem safnað hefur verið saman af kynferðisbrotum og áreiti JBH á áratuga tímabili og í ljós kom ákveðið munstur sem gengur eins og rauður þráður í gegnum allt hans atferli. JBH hagar sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni – oftar en ekki einstakling sem er ekki með sterkt bakland – sækir að henni með skipulögðum hætti, sýnir henni áhuga, jafnvel trúnað, vingast við hana og vinnur traust hennar. Þegar traustið er komið er eftirleikurinn auðveldur. Þetta er lýsing á ótrúlega ljótum og ójöfnum leik þar sem kennarinn, skólameistarinn, ráðherrann og sendiherrann misbeitir valdi sínu og sækir að unglingsstúlkum,“ segir Ingibjörg Sólrún.

Hún víkur síðan að því þegar hún bað Jón Baldvin um að víkja úr heiðurssæti Samfylkingarinnar fyrir þingkosningarnar 2007. Þá hafi hún fengið upplýsingar um eitt þessara mála og hafi rætt það í trúnaði við Jón Baldvin og beðið hann um að víkja af listanum. „Hann varð við þessari ósk minni en í stað þess að láta þar við sitja og sýna svolitla iðrun og hugarangur vegna framferðis síns fór hann rakleiðis í Silfur Egils og vældi yfir því að ég hefði hafnað honum í heiðurssætið á pólitískum forsendum. Þetta gerði hann vitandi að ég gæti aldrei sagt opinberlega hver var hin raunverulega ástæða fyrir því að ég vildi hann ekki í heiðurssætið. Það var svo ekki fyrr en 5 árum síðar, þegar Guðrún Harðardóttir steig fram, sem ástæðan varð heyrinkunn,“ segir Ingibjörg Sólrún.

„En af hverju er ég að skrifa um þetta núna? Er ekki nóg komið? Ég skrifa þetta vegna þess að Jón Baldvin Hannibalsson hefur aldrei viðurkennt misgjörðir sínar og enn láta margir þær sér í léttu rúmi liggja af því þeim finnst JBH hafa lagt svo margt að mörkum í íslenskri pólitík. Það kemur þessu máli hins vegar ekkert við og menn komast aldrei framhjá þeirri staðreynd að þann orðstír sem JBH ávann sér á hinum pólitíska vettvangi hefur hann sjálfur lítilsvirt með því að misbeita því valdi sem honum var falið gagnvart fjölmörgum unglingsstúlkum og konum. Þar er ekki öðrum um að kenna,” skrifar hún síðan og bætir við að hún skrifi þetta einnig vegna þess að mál Jóns Baldvins sé ekkert einsdæmi.

„Oft berast sögur af kynferðisáreitni og nauðung af hálfu karla sem eru vel liðnir, hæfleikaríkir, vel metnir og hátt á kvisti í verðleikasamfélaginu. Við eigum mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum. En það gerist nú samt og ef við neitum að horfast í augu við það þá er okkur líkt farið og fólki fyrri alda sem þagði yfir eða lét kyrrt liggja að heldri menn og valdsmenn misnotuðu undirsáta sína. Takk Valgerður Þorsteinsdóttir fyrir að birta dagbókarfærslu móður þinnar og takk Bjarni Frímann Bjarnason fyrir þinn kjark. Við hin verðum að hafa kjark til að taka á þessum málum,” segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu