fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Frambjóðendaeftirspurnakúrfan að snúast? Dagur notar sóttkví og krýning Hildar nálgast

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 16:30

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umframeftirspurn virðist vera eftir frambjóðendum í áhrifasæti í borginni um þessar mundir. Raunar er staðan þannig að í þungavigtarflokkunum tveimur í borginni hefur aðeins Hildur Björnsdóttir tilkynnt að hún vilji leiða lista Sjálfstæðismanna. Eyþór Arnalds, sitjandi oddviti, bakkaði út á dögunum. Óvíst er með framtíðarætlanir Dags B.

Illa virðist ganga að finna keppinaut fyrir Hildi, ef það er þá verið að leita yfir höfuð. Orðrómur um mann og annan á leið í slag við Hildi hefur ekki ræst. Er það nú Orðið að andstæðingaleysi sé jafnvel farið að valda áhyggjum innan herbúðar Hildar, sem var búin að gíra sig upp í og búa sig undir slag við Eyþór.

Skiptar skoðanir eru þannig á um hvort andstæðingaleysi Hildar skuli túlka sem styrkleikamerki Hildar eða veikleikatákn flokksins. Fylgismenn hins fyrrnefnda segja einfaldlega að öllum Sjálfstæðismönnum hafi staðið til boða að taka slaginn við Hildi og ef enginn þorir í hana sé ekki við hana að sakast. Enn fremur benda þeir á að fordæmi séu fyrir að sterkir leiðtogar taki við embættum án andstæðinga. Það gerði Ólöf Nordal, Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir, til dæmis. Hvernig sem þeim spádómum líður, er ljóst að Hildur er, að minnsta kosti enn um sinn, ein um hituna.

Á meðan er svo einnig tekist á um það innan flokksins hvort halda eigi prófkjör eða svokallað leiðtogaprófkjör. Leiðtogaprófkjör var haldið 2018. Var þá hugmyndin að reyna eitthvað nýtt. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess.

Fari það svo að Hildur verði áfram ein um fyrsta sætið er öll umræða um leiðtogaprófkjör auðvitað tilgangslaus. Eftir stendur þá spurningin um hvernig raða eigi restinni af listanum. Á að fara í uppstillingu, eða á halda almennt prófkjör? Svo spyrja Sjálfstæðismenn sig nú.

Fylgismenn prófkjörs í borginni segja það nauðsynlegt til þess að ná upp kjörhitastigi fyrir aðalkosningarnar í maí og gefa kjósendum tækifæri á að kynnast frambjóðendunum, nýjum og gömlum.

Sóttkví Samfylkingarinnar

Leiðtogi hins þungavigtarflokksins, Samfylkingarinnar, sem sagði fyrir jól að hann myndi tilkynna framtíð sína eftir jól sagði nú eftir jól að hann myndi tilkynna þegar hann er laus úr sóttkví sem hann sætir í augnablikinu, eins og fleira gott fólk. Líkt og sagt var frá í Orðinu á götunni síðasta haust hefur verið uppi hávær orðrómur um að Dagur sé kominn með aðra hönd á stimpilklukkuna og á leið út. Ef eitthvað hefur sá orðrómur styrkst undanfarna daga.

Sjá nánar: Orðið á götunni: Dagur að kveldi kominn í borginni

Ginnungagap blasir við jafnaðarmönnum í borginni færi það svo að Dagur kysi að hverfa úr borgarpólitík. Varaformaður Samfylkingarinnar, Heiða Björg Hilmisdóttir, er í 2. sæti listans og Skúli Helgason í því þriðja. Bæði hugsa sér nú gott til glóðarinnar. Systir Skúla, Helga Vala Helgadóttir, laut í lægra haldi fyrir Heiðu Björk í varaformannsslag seint á síðasta ári, og gæti hefndin fallið í hlut bróðursins í borginni.

Heiða Björk og Skúli eru hvort um sig afbragðs stjórnmálamenn og hafa haft mörg ár til þess að byggja upp fylgi í borginni. Engum blöðum er þó um það að flétta að Dagur B. er risi í íslenskum stjórnmálum og persónufylgi hans gríðarlegt.

Er nú um það rætt að Samfylkingin án Dags kunni að þurfa að sætta sig við sömu örlög og Sjálfstæðisflokkurinn á eftir-Davíðs árunum. Jafnframt þurfi flokkurinn að taka mið af eitilharðri lexíu Sjálfstæðismanna frá þeim tíma: Persónufylgi smitast ekki.

Sjá nánar: Orðið á götunni:Vígaferli yfirvofandi í Samfylkingunni – Mun Skúli hefna systur sinnar?

Í veltivigtarflokki sitja svo þeir Framsókn, Viðreisn, Miðflokkur, Flokkur fólksins, Píratar og Vinstri grænir.

Framsókn sat uppi með sárt ennið eftir síðustu kosningar, en mun án nokkurs vafa reyna að heimfæra gott gengi í Alþingiskosningum nú síðast yfir í borgarpólitík og reyna að ná sér í einn eða tvo borgarfulltrúa. Jafnvel á kostnað Vigdísar Hauksdóttur, sem leiddi vel heppnað framboð Miðflokksins í síðustu kosningum. Framtíð Vigdísar er óráðin, en langlíklegast þykir að flokkurinn tefli fram óbreyttum toppsætum í næstu kosningum. Sömu sögu verður líklega að segja af Flokki fólksins.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar hefur lýst því yfir að hún vilji halda áfram. Viðreisn hefur boðað til félagsfundar um hvernig skuli staðið að því að raða á lista, en ólíklegt hlýtur að þykja að flokkurinn hnoði í prófkjör. Uppstilling er þeirra stíll. Sama má segja um Pírata og Sósíalista, en oddvitar beggja flokka þykja hafa tekist sæmilega til með að halda stefnu, eða eftir atvikum stefnuleysi, sinna flokka til streitu.

Hvað Vinstri grænir gera er svo, sem áður, hulin ráðgata.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki