fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Eyjan

Ekki hægt að hafa tugi þúsunda í sóttkví – Halda þarf kjarnastarfsemi gangandi segja SA

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 08:00

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að ljóst sé að samfélagið gangi ekki ef tugir þúsunda þríbólusettra verði innilokaðir í sóttkví. Það verði að finna leiðir til að láta hagkerfið ganga. Í því sambandi nefnir hann hugmynd um að fullbólusettir og með örvunarskammt fari í smitgát í stað sóttkvíar.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Halldóri að sóttvarnaaðgerðir snerti flestar fjölskyldur, fyrirtæki og stofnanir. „Samfélagið stendur nú frammi fyrir þeirri áskorun að halda nauðsynlegri kjarnastarfsemi gangandi,“ er haft eftir honum.

Hann sagði einnig að víða standi atvinnulífið frammi fyrir því að erfitt sé að tryggja lágmarksmönnun. „Samfélagið og hagkerfið þola ekki að starfsemi grunninnviða í atvinnulífinu stöðvist, jafnvel þótt það sé tímabundið,“ sagði hann.

Vegna manneklu hefur ýmis starfsemi staðið tæpt en til að halda henni gangandi hefur verið sótt um að hluti starfsmanna sé í svokallaðri vinnusóttkví en í henni felst að viðkomandi fá að fara til og frá vinnu en með miklum takmörkunum. Halldór tók fram að enginn starfsmaður, sem er í sóttkví, sé neyddur til vinnu.

Hann sagði að hægt sé að horfa til nágrannalandanna varðandi lausn á þessu en þar sé sóttkví beitt með vægari hætti en hér. „Til dæmis hlýtur að koma til álita að endurskoða hratt og örugglega reglur um beitingu sóttkvíar, þannig að þeir sem eru fullbólusettir og með örvunarskammt fari í smitgát frekar en sóttkví. Sú breyting myndi skipta sköpum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið