fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Ellen Calmon gefur kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar

Eyjan
Mánudaginn 17. janúar 2022 10:46

Ellen J. Calmon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarfulltrúinn Ellen J. Calmon gefur kost á sér í 4. sæti í komandi flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í tilkynningu til fjölmiðla segir Ellen að hún hafi verið ötul talskona mannréttinda, jafnréttis og velferðar í borgarstjórn og þar hef húj talað fyrir réttindum barna og fatlaðs fólks. Reykjavík á að vera fjölskyldu- og aldursvæn borg að mati Ellenar en hún vill einnig að borgin verði barnvænt sveitarfélag í takti við hugmyndafræði UNICEF. „Ég vil að Reykjavík verði fjölskylduvæn borg fyrir fjölbreytt fólk,“ segir Ellen.

Að hennar mati á Reykjavíkurborg að vera umfaðmandi og manneskjuleg, þar sem allir borgarbúar fá tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum óháð öllum breytum.

Ellen tók sæti sem borgarfulltrúi þann 1. júní 2020 og hefur í starfi sínu, að eigin sögn, lagt áherslu á að jafnrétti, inngilding og hugmyndafræði algildrar hönnunar séu höfð að leiðarljósi í allri uppbyggingu á þjónustu og skipulagi borgarinnar.

 

„Ég tók sæti sem borgarfulltrúi þann 1. júní 2020 í miðjum heimsfaraldri. Þetta kjörtímabil hefur verið fordæmalaust, krefjandi og lærdómsríkt. Mín helstu verkefni hafa snúið að mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og velferðarráði einnig er ég formaður stjórnar Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá hef tekið þátt í stýrihópi um endurskoðun á jafnlaunastefnu borgarinnar og menningarstefnu sem samþykkt var nýlega,“ segir Ellen í fréttatilkynningunni.

 

Áherslumál

Fjölskylduvæn borg Er borg þar sem allar gerðir fjölskyldna fá að blómstra og njóta stuðnings og þjónustu ef þær þurfa til að geta tekið fullan þátt í samfélaginu. Ég vil huga betur að fjölbreyttum fjölskyldugerðum þar sem tekið er tillit til margbreytileikans.

Barnvænt sveitarfélag Þar fá börn og ungmenni tækifæri til að hafa áhrif á mál er þau varða. Ég vil að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verði að fullu innleiddur á öll svið borgarinnar.

Aldursvæn borg Ég vil tryggja að Reykjavík sé aldursvæn borg þar sem hvatt er til virkni eldri borgara með öflugum tækifærum til heilsueflingar og samfélagsþátttöku. Þá er ekki síður mikilvægt að tryggja æ betri þjónustu svo fólk geti búið sem lengst heima hjá sér. Þannig getum við aukið lífsgæði fólks sem er að eldast.

Önnur áherslumál: barnamenning, barnavernd, algild hönnun og inngilding, menntastefna Reykjavíkurborgar, jafnlaunastefna og jafnvirði starfa.

Nánar um áherslur: https://ellencalmon.is/aherslur/

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun