fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Guðmundur Árni snýr aftur í stjórnmálin

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 04:45

Guðmundur Árni Stefánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra og fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði og fyrrum ráðherra Alþýðuflokksins, vill leiða lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningunum í maí.

Hann skýrði frá þessu á Facebooksíðu sinni. Þar segir hann að margir hafi sett sig í samband við hann og óskað eftir að hann leggi flokknum lið við að styrkja stöðu jafnaðarmanna í bænum sem hafi verið stjórnað af Sjálfstæðisflokknum síðustu átta ár. Hann staðfestir þar umfjöllun DV frá í gær um væntanlegt framboð hans.

Guðmundur Árni Stefánsson. Mynd:Facebook

Hann segist hafa ákveðið að verða við þessu kalli og sé þess fullviss að með góðri liðsheild, skýrri stefnu og markvissum vinnubrögðum geti Samfylkingin orðið stærsti flokkur bæjarins. „Fái ég stuðning flokksfélaga minna í prófkjörinu, þá stefni ég óhikað að því að Samfylking vinni góðan sigur í bæjarstjórnarkosningum í maí og tvöfaldi bæjarfulltrúatölu sína, þ.e. úr tveimur í fjóra. Og að afloknum kosningum geti Samfylkingin í góðu samstarfi við aðra flokka tekið við forystu um stjórn bæjarins,“ segir hann.

Hann segir að næg verkefni séu fram undan í Hafnarfirði eftir átta ára þreytulega valdatíð Sjálfstæðisflokksins og það kalli á ný vinnubrögð þar sem verkin þurfi að tala í samráði við ólíka hópa og einstaklinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk