fbpx
Laugardagur 03.desember 2022
Eyjan

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. september 2022 05:06

Giorgia Meloni var sigurreif í gærkvöldi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Giorgia Meloni, leiðtogi flokksins Bræðralags Ítalíu, lýsti í nótt yfir sigri í þingkosningunum sem fóru fram í gær. Niðurstaðan þýðir að nú verður væntanlega mynduð miðhægristjórn undir forystu Meloni. Bræðralag Ítalíu er hægriflokkur, að margra mati ekkert annað en öfgahægriflokkur, fasistaflokkur.

Meloni lýsti yfir sigri í nótt að sögn Reuters. Hún sagðist einnig ekki hafa í hyggju að bregðast trausti Ítala. Ef af ríkisstjórnarmyndun verði  muni ríkisstjórnin vinna fyrir alla Ítali og hafa að markmiði að sameina þjóðina og leggja áherslu á það sem sameinar hana frekar en það sem sundrar henni.

Flokkur Meloni verður stærsti flokkurinn í væntanlegri ríkisstjórn og Meloni þykir því langlíklegust til að verða forsætisráðherra.

Lýðræðisflokkurinn, sem er jafnaðarmannaflokkur, hefur viðurkennt ósigur í kosningunum og verður nú stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Debora Serracchiani, varaformaður flokksins, sagði að úrslitin séu dapurleg fyrir Ítalíu. „Hægrivængurinn er með meirihluta á þingi en ekki í landinu,“ sagði hún.

Síðustu tölur sýna að bandalag hægriflokka fær um 43% atkvæða og mun ná að tryggja sér meirihluta á þingi.  Bræðralag Ítalíu fær 22,5 til 26,5% atkvæða ef miða má við útgönguspár og verður því stærsti flokkurinn. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn 4% atkvæða.

Útgönguspár sýna að vinstriflokkarnir fá 25,5 til 29,5% atkvæða. Af þeim fær Lýðræðisflokkurinn um 19% atkvæða.

Meloni hefur háð kosningabaráttu sína undir slagorðinu „Guð, land og fjölskyldan“. Ef henni tekst að mynda ríkisstjórn þá verður það fyrsta hægriríkisstjórn landsins síðan stjórn Benito Mussolini var við völd á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Adda Guðrún og Hanna Alexandra til Empower

Adda Guðrún og Hanna Alexandra til Empower
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín segist vinna á bak við tjöldin og ber Bjarna og Sigurði Inga góða sögu

Katrín segist vinna á bak við tjöldin og ber Bjarna og Sigurði Inga góða sögu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hælisleitendur fá desemberuppbót eins og fyrri ár

Hælisleitendur fá desemberuppbót eins og fyrri ár
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haukur Viðar fagnar endalokum á meintri sjálftöku fasteignasala – Milliliðalaus fasteignaviðskipti á netinu orðin að veruleika

Haukur Viðar fagnar endalokum á meintri sjálftöku fasteignasala – Milliliðalaus fasteignaviðskipti á netinu orðin að veruleika
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lýsir andrúmsloftinu eftir tilkynninguna – „Eins og að ganga inn í erfidrykkju. Það var rosalega þungt loftið þarna inni“

Lýsir andrúmsloftinu eftir tilkynninguna – „Eins og að ganga inn í erfidrykkju. Það var rosalega þungt loftið þarna inni“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir umræðuna um verksmiðjuna á Þorlákshöfn hafa verið einhliða – Íslendingar geti ekki setið hjá varðandi loftlagsaðgerðir

Segir umræðuna um verksmiðjuna á Þorlákshöfn hafa verið einhliða – Íslendingar geti ekki setið hjá varðandi loftlagsaðgerðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Það er greinilega búið að láta vinstri grænu svipuna ganga á baki hæstvirts ráðherra“

„Það er greinilega búið að láta vinstri grænu svipuna ganga á baki hæstvirts ráðherra“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Félag Margrétar úrskurðað gjaldþrota

Félag Margrétar úrskurðað gjaldþrota