fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Ásdís segir grein stjórnarandstæðings sé ekki til sóma – „Segja rétt frá í stað þess snúa sannleikanum á hvolf“

Eyjan
Sunnudaginn 18. september 2022 16:17

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, vísar því alfarið á bug að Kópavogsbær þjóni fyrst og fremst fjárfestum en ekki bæjarbúum. Tilefnið er grein sem  Tryggvi Felixsson og Hákon Gunnarsson, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, rituðu í Fréttablaðið í síðustu viku þar sem þeir fóru yfir viðskipti bæjarins við verktakafyrirtækið Árkór ehf. varðandi fasteignir við Fannborg 2-6 sem þeir segja fordæmalaus með öllu og krefjast rannsóknar á.

Lesa má samantekt DV um grein Tryggva og Hákons hér: Greiddu 303 milljónir fyrir Fannborg og Kópavogur hefur greitt þeim 200 milljónir til baka

Í stuttu máli telja Tryggvi og Hákon að samningarnir við verktakafyrirtækið hafi verið arfaslakir fyrir bæjarfélagið. Verðið hafi verið of lágt og bæjarfélagið leigt eignirnar tilbaka á of háu verði þannig að stuttan tíma taki fyrir verktakafyrirtækið að fá kaupverðið uppgreitt.

Þá hafi fyrirtækið fengið nokkuð frjálsar hendur um gerð deiliskipulags á svæðinu. Deiliskipulag sem að sögn Tryggva og Hákon hafi  orðið að víðtækri og alvarlegri deilu við bæjarbúa og valdið „miklum sársauka og angist íbúa á svæðinu.“

Ásdís bæjarstjóri er óánægð með þessi skrif og í færslu á Facebook-síðu sinni í dag og segir hún „flestu, ef ekki öllu, í þessari umræddu grein snúið á hvolf, vísvitandi eða ekki.“ Þá beinir hún spjótum sínum að Hákoni og segir fullyrðingarnar í umræddri grein ekki vera kjörnum fulltrúa til sóma enda eigi að segja rétt frá.

Ásdís varpar svo fram nokkrum staðreyndum sem hún telur mikilvægt að sé haldið til haga:

Í fyrsta lagi seldi Kópavogsbær Fannborg 2,4 og 6 í heilu lagi á 1.050 milljónir króna samkvæmt kaupsamningi á árinu 2018. Afrakstur þeirrar sölu greiddi kaupin á Digranesvegi 1 og gott betur.

Í öðru lagi innheimtir Kópavogsbær nú fasteignagjöld af Fannborg 2,4 og 6 – tekjur sem áður voru ekki innheimtar, alls ríflega ellefu milljónir króna á ári eða sem jafngildir 916 þúsund krónum á mánuði.

Í þriðja lagi þá var mánaðarleiga á Fannborg 6, sem Eignasjóður Kópavogs innheimti áður, næstum hin sama og Kópavogsbær greiðir í leigu í dag. Hins vegar gleymist að taka tillit til þess að inni í mánaðarleigu Kópavogsbæjar nú er rekstur eignarinnar sem tilheyrir eiganda. Þar má nefna viðhald, tryggingar, fasteignagjöld, afskriftir, fjármagnskostnað og umsýslu. Við sölu hússins fór þessi kostnaður af bæjarsjóði og yfir á nýjan eiganda.

Í fjórða lagi var húsnæðið við Fannborg 2 í slæmu ásigkomulagi. Lagfæringar voru gerðar á húsinu á árunum 2006-2008 sem kostuðu um 670 milljónir króna, á verðlagi dagsins í dag. Gróft mat gerði ráð fyrir 360 milljónum króna til viðbótar sem þyrfti til að lagfæra 4. hæðina. Fjárhæðir sem runnið hefðu úr bæjarsjóði og líklega meira til.
Kópavogsbær leigði fyrstu hæðina að Fannborg 2 vegna myglu sem kom upp í Kársnesskóla og Kópavogsskóla. Bænum væri ekki stætt á öðru en að finna húsnæði sem bráðabirgðalausn. Ef bærinn hefði ekki leigt Fannborg 2 þá hefði annað húsnæði orðið fyrir valinu.

Þá segir hún að sú fullyrðing Tryggva og Hákons „að bærinn hafi selt húsið og tekið sama húsnæði á leigu er því vísvitandi klippt úr samhengi við þá stöðu sem upp kom vegna myglu í skólum bæjarins.“

Segir enga myglu að finna í Fannborg 2

Vegna myglu í Kársnes- og Kópavogsskóla hefur húsnæðið að Fannborg 2 verið leigt á meðan viðgerðir hafa staðið yfir í skólunum. Þá ráðstöfun gagnrýna Tryggvi og Hákon enda hafi mygla sömuleiðis fundist í því húsnæði.

Ásdís segir að það sé ekki rétt. „Áður en skólarnir hófu hins vegar starfsemi sína var Heilbrigðiseftirlitið kallað til og sjónmat gert á húsnæðinu ásamt rakamælingum. Húsnæðið var þrifið, málað og loftræstikerfi hússins yfirfarið. Almenn ánægja var með húsnæðið í Fannborg 2 meðal nemenda og starfsfólks og var því ákveðið að leigja fyrstu hæð húsnæðisins sem athvarf fyrir fötluð börn. Húsnæðið á 1. hæð er skráð fullgert. Nýverið var sýnitaka gerð vegna myglu á þeirri hæð og niðurstaðan leiddi í ljós að enn eru engin merki um myglu,“ skrifar Ásdís.

Hún segir að málið hafi notað til þess að freista þess að slá pólitískar keilur enda eigi það sér enga stoð í raunveruleikanum að bærinn sé að bjóða fötluðum börnum upp á myglað húsnæði.

Skipulagsvaldið alltaf hjá sveitarfélaginu

Þá vísar Ásdís því alfarið á bug að Kópavogsbær sé ekki með fulla stjórn á skipulaginu.

„Kópavogsbær hefur aldrei afsalað sér skipulagvald til þróunar- eða byggingaraðila. Skipulagsvaldið er hjá sveitarfélaginu og hefur alla tíð verið. Á öllum stigum skipulagsgerðar er mikilvægt að víðtækt samráð sé haft við íbúa, nú sem fyrr. Fram undan er uppbygging í Fannborginni og við lofum samráði við íbúa á öllum stigum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG