fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Bjarni segir að einkarekstur bæti heilbrigðisþjónustuna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. september 2022 09:00

Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs í gær. Eins og áður eru heilbrigðismál stærsti útgjaldaliðurinn en rúmlega 30% af fjárlögunum fara í útgjöld til heilbrigðismála. Bjarni segir að heilbrigðiskerfið hafi náð góðum árangri á ýmsum sviðum en glími einnig við áskoranir og séu biðlistar og óboðleg vistun sjúklinga dæmi um það.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Bjarna að hann telji að meiri árangur muni nást ef samstarf opinberra aðila og einkaaðila verði aukið.

Hann sagði að helstu umbæturnar undanfarið tengist auknu einkaframtaki. Það hafi gefist mjög vel í tengslum við liðskiptaaðgerðir að eiga samstarf við einkaaðila. „Sama á við um hjúkrunarheimilin þar sem margir sjálfstætt starfandi hafa náð frábærum árangri,“ sagði hann.

Þegar Svandís Svavarsdóttir réði ríkjum í heilbrigðisráðuneytinu héldu Vinstri græn fast við ríkisrekstur í heilbrigðismálum. Nú er Framsóknarflokkurinn með heilbrigðisráðuneytið.

Þegar Bjarni var spurður hvort sundrung sé meðal stjórnarflokkanna hvað varðar málefni heilbrigðisþjónustu sagðist Bjarni vonast til að svo sé ekki.

Í fjárlagafrumvarpinu er gert fyrir að framlög til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa verði aukin um fimm milljarða frá fjárlögum síðasta árs en á sama tíma verður lítil breyting á framlögum til sjúkrahúsa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum