fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Tapa tugum milljóna vegna nýrra lífeyrissjóðslaga

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. september 2022 09:00

Lífeyrissjóðirnir sjá um að ávaxta fé launþega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um áramótin taka ný lög um lífeyrissjóði gildi. Fjöldi Íslendinga mun finna fyrir áhrifum þeirra því samkvæmt þeim skerðast greiðslur til þeirra frá Almannatryggingum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að hálfsjötugur tæknifræðingur, sem hefur greitt í séreignasjóð frá níunda áratugnum, segi að nýju lögin muni skerða áætlaðar tekjur hans um 15 til 20 milljónir á 15 árum. Frádráttur frá almannatryggingum muni éta upp lífeyri sem hann hefði annars fengið frá Tryggingastofnun.

Hann segist hafa íhugað að segja upp vinnu sinni og fara á eftirlaun strax og bendir á að fleiri sérfræðingar, til dæmis læknar, hafi stofnað til séreignar með sama hætti og hann. Hann sagðist ætla að taka séreignarsparnað sinn út þótt það kosti hann milljónir króna í hátekjuskatt.

Með lögunum verðu lögfest að lágmarksiðgjald til lífeyrissjóð verður að minnsta kosti 15,5% af iðgjaldastofni en það er 12% nú.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær