fbpx
Fimmtudagur 02.febrúar 2023
Eyjan

„Algjör klikkun“ – Deilt um hugmyndir dönsku ríkisstjórnarinnar um að heimila breytingu á kynskráningu kornabarna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 06:57

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um lagalegt kyn barna hefur vakið upp miklar tilfinningar í Danmörku á síðustu árum. Nú hefur ríkisstjórnin kynnt lagafrumvarp þar sem kveðið verður á um að engin neðri aldursmörk verði um breytingu á kynskráningu í þjóðskrá. Samkvæmt þessu verður heimilt að breyta kynskráningu kornabarna í þjóðskrá. Danskar kennitölur eru þannig uppbyggðar að fyrstu sex tölustafirnir sýna fæðingardag, fæðingarmánuð og fæðingarár en fjórir síðustu sýna kyn viðkomandi.

Íhaldsmenn eru vægast sagt brjálaðir yfir frumvarpinu og siðfræðiráðið (Det Etiske Råd) er heldur ekki sátt.

Spurt hefur verið hvort kornabörn eigi að geta skipt um kyn og hvenær fólk sé nægilega þroskað til að átta sig á afleiðingum þeirra stóru ákvarðana sem teknar eru í lífinu? Hvenær það geti velt eigin kynvitund fyrir sér og komið orðum að því hver hún er? Einnig hefur því verið velt upp hvort það sé mikilvægt að síðustu tölurnar í kennitölunni passi við kyn viðkomandi strax frá fyrstu tíð?

Frumvarpið þýðir í raun að hægt verður að breyta kynskráningu nýfæddra barna og að transbörn geti hafið skólagöngu sína með kennitölu sem passar við kynvitund þeirra. Sú krafa er þó gerð í frumvarpinu að börn yngri en 15 ára verði að fá samþykki foreldra sinna fyrir breytingu á skráningu í þjóðskrá og að barnið eigi að fá „lögfræðilega ráðgjöf sem passar við aldur þess“.

Siðfræðiráðið, sem er stjórnvöldum til ráðgjafar um ýmis siðfræðileg álitsmál, lagði til að neðri mörkin yrðu dregin við 10-12 ára aldur. Sagði ráðið að vafasamt sé að börn geti áttað sig á afleiðingum þess að breyta lagalegri kynskráningu sinni áður en þau ná kynþroskaaldrinum. „Barn verður að þekkja kyn sitt áður en það getur tekið afstöðu til hvort það er rétta kynið. Það er skotið algjörlega fram hjá markinu með 0-ára aldursmörkum,“ hefur Jótlandspósturinn eftir Mia Amalie Holstein, heimspekingi og meðlimi í siðfræðiráðinu.

Birgitte Berman, talsmaður Íhaldsflokksins (De Konservative) í jafnréttismálum er ekki hrifin af frumvarpinu. „Þetta er algjörlega klikkuð uppgjöf ríkisstjórnarinnar fyrir rauðum stuðningsflokkum sínum. Þetta kemur frá forsætisráðherra sem gjarnan vill vera forsætisráðherra barnanna,“ sagði hún í samtali við Jótlandspóstinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

BÍ segir sig úr Alþjóðasambandi blaðamanna – „Ekki auðveld ákvörðun“

BÍ segir sig úr Alþjóðasambandi blaðamanna – „Ekki auðveld ákvörðun“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Efling birtir Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu stjórnsýslukæru – Telja málamiðlunartillögu valda óafturkræfu tjóni 

Efling birtir Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu stjórnsýslukæru – Telja málamiðlunartillögu valda óafturkræfu tjóni 
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna rekur atburðarásina – „Þetta eru allt staðreyndir sem enginn getur hrakið“

Sólveig Anna rekur atburðarásina – „Þetta eru allt staðreyndir sem enginn getur hrakið“