fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Davíð og Kjartan hella sér í loftslagsbaráttuna – Ísland verði miðstöð fyrir loftslagsiðnað framtíðarinnar

Eyjan
Þriðjudaginn 17. maí 2022 10:28

Davíð Helgason og Kjartan Ólafsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Helgason, stofnandi Unity, stendur að baki stofnun fyrirtækisins Transition Labs, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni frumkvöðli og tæknifjárfesti. Í fréttatilkynningu kemur fram að þeir stefni að því að gera Ísland að suðupunkti loftslagsverkefna á heimsvísu og færa heiminn með því nær markmiðum um sjálfbæra framtíð. Auk Davíðs og Kjartans skipa stjórn félagsins þau Ásta S. Fjeldsted og Kristinn Árni Lár Hróbjartsson.

Starfsemi fyrirtækisins byggist á að leita uppi framúrskarandi erlend loftslagsverkefni, aðstoða við að koma þeim á legg hér á landi og auðvelda þeim að skala fyrirtækin upp í rekstrarhæfa stærð. Stofnendur Transition Labs telja að nú þegar séu til fjölmargar áhrifaríkar lausnir sem geti auðveldað baráttuna við loftslagsvandann en flöskuhálsinn hafi reynst sá langi tími sem taki fyrir nýja tækni að ryðja sér til rúms. Þetta ætli fyrirtækið að reyna að leysa.

Transition Labs hefur nú þegar hafið samstarf við sum af metnaðarfyllstu loftslagsverkefnum heims. Fyrsta fyrirtækið sem mun hefja uppbyggingu hér á landi fyrir tilstilli Transition Labs, verður kynnt á næstunni.

Ísland verði miðstöð fyrir loftslagsiðnað framtíðarinnar

Kjartan Örn Ólafsson er framkvæmdastjóri Transition Labs og hann segir að á Íslandi séu kjöraðstæður fyrir ýmis konar loftslagsverkefni. „Við eigum í okkar röðum frábært vísindafólk og heilmikla uppsafnaða reynslu af þeim loftslagsverkefnum sem þegar eru starfrækt hér á landi. Við búum að grænni orku, bergtegundum sem nýtast í sumum verkefnum, hafinu sem nýtist í öðrum og þannig mætti áfram telja.“

„Nauðsynlegt er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á öllum stigum hagkerfisins og jafnframt þarf að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir úr andrúmsloftinu til að ná markmiðum um kolefnishlutleysi“, segir Kjartan. Hann segir tilgang Transition Labs vera þann að koma auga á bestu lausnirnar á þessu sviði og hjálpa þeim að skala svo fljótt sem mögulegt er. „Við höfum stundum lýst okkur sem einhvers konar ljósmóður fyrir loftslagsiðnað framtíðarinnar. Við munum ekki þróa okkar eigin loftslagsverkefni heldur er áherslan á að aðstoða aðra loftslagsfrumkvöðla við að fæða sín verkefni inn í heiminn; hratt og örugglega, og fjarlægja hindranir sem geta verið til staðar“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn