fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Píratar mælast með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. maí 2022 06:59

Hverjir mynda næsta meirihluta í borgarstjórn?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn minnkar fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið, mælist fylgi flokksins nú 16,2%, vikmörkin eru 2,6%, en flokkurinn fékk 30,8% í síðustu borgarstjórnarkosningum.

Í síðustu könnun Prósents, sem var gerð 28. apríl, mældist fylgi Sjálfstæðisflokksins 19,4%. Ef þetta verður niðurstaða kosninganna á laugardaginn missir flokkurinn fjóra af átta borgarfulltrúum sínum.

Fylgi Samfylkingarinnar mælist 26,7% og eru vikmörkin 3,3%. Flokkurinn fékk 25,9% atkvæða í síðustu kosningum og í síðustu könnun mældist fylgið 23,3%. Flokkurinn myndi því halda öllum sjö borgarfulltrúum sínum.

Píratar eru næststærsti flokkurinn samkvæmt könnuninni en fylgi þeirra mælist 17,9% sem er rúmlega 10 prósentustigum meira en í kosningunum 2018 en þá hlaut flokkurinn 7,7% atkvæða. Vikmörkin eru 2,8%. Ef þetta verður niðurstaða kosninganna fá Píratar fjóra borgarfulltrúa en eru nú með tvo.

Fylgi Framsóknarflokksins er óbreytt á mill kannanna eða 12,4%. Vikmörkin eru 2,3%. Flokkurinn myndi fá þrjá fulltrúa kjörna en er ekki með neinn núna.

Nánar er hægt að lesa um niðurstöðurnar á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“