fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Eyjan

„Þar eru sem sagt á ferð „the usual suspects““ segir Kolbrún

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. maí 2022 09:00

Kolbrún Bergþórsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er örugglega ekki vinsæll þankagangur nú um stundir en samt skal spurt hvort æsingurinn vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka sé ekki fullmikill? Djöfulgangur stjórnarandstöðunnar er skiljanlegur þótt erfitt sé að hafa þolinmæði með honum. Stjórnarandstaðan þráir ekkert meir en að fella ríkisstjórnina og virðist tilbúin að grípa til hvaða ráða sem er til að það markmið náist. Um leið verða ýkjur, gífuryrði og útúrsnúningar sjálfsagður hluti af málflutningnum. Einmitt þetta gerir stjórnarandstöðuna ótrúverðuga í þessu ákveðna máli, eins og reyndar ýmsum öðrum.“

Svona hefst leiðari Fréttablaðsins í dag en hann ritar Kolbrún Bergþórsdóttir og ber hann yfirskriftina „Vanstilling“.

Hún segir því næst að það blasi við að í Íslandsbankamálinu hafi sumu verið klúðrað en það jafngildi ekki siðleysi, spillingu og svikum við þjóðina, þótt margir haldi því fram. „Það hentar stjórnarandstöðunni til dæmis afskaplega vel að nota sem sterkust orð um söluna og sá fræjum tortryggni meðal almennings,“ segir hún.

Því næst víkur hún að mótmælunum á Austurvelli: „Í mótmælum á Austurvelli sjást margir þeir sem höfðu sig hvað mest í frammi í skrílslátum á þessum sama stað eftir bankahrun. Það hvarflar jafnvel að manni að þetta fólk sakni tímans þegar það gat æpt sem hæst og barið í potta og pönnur og sé nú að reyna að endurskapa hann. Þótt slatti af fólki sé á Austurvelli þá eru mótmælin nú ekki verulega fjölmenn. Það hljóta að vera umtalsverð vonbrigði fyrir æsingafólkið.“

Hún segir síðan að flestir þeirra pistlahöfunda sem hafa látið þyngstu orðin vegna málsins falla séu yfirlýstir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins. Þeir kalli ágæta ríkisstjórn, undir forystu framúrskarandi forsætisráðherra, öllum illum nöfnum. „Þar eru sem sagt á ferð „the usual suspects“,“ segir hún.

Í lokin segir hún að bæði sé sjálfsagt og eðlilegt að farið sé ofan í saumana á sölunni á Íslandsbanka en þeir sem það geri verði að búa yfir yfirvegun og megi ekki lifa í stöðugri vanstillingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera
Eyjan
Fyrir 1 viku

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“