fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
EyjanFastir pennar

Leyndardómar Borgarlínunnar sem „gleymdist“ að skoða

Eyjan
Fimmtudaginn 5. maí 2022 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Loftsson, frambjóðandi hjá Ábyrgri framtíð, skrifar: 

 

Tilgangur almenningssamgangna er að tengja fólk við þá áfangastaði sem það vill fara á og því þarf við veglínu slíkra kerfa að ríkja gott jafnvægi milli íbúða og atvinnu- og þjónustuhúsnæðis. En þegar fyrirhuguð leið Borgarlínunnar frá Nauthólsvík, um miðbæinn og upp að Keldum er skoðuð, sést að það vantar nær alla íbúðabyggð. Íbúðasvæðin við línuna eru yfirleitt gysin lágreist byggð eða óbyggð svæði.

Þetta þýðir að ef Borgarlínan kæmi á morgun yrðu vagnarnir tómir.

Til að Borgarlínan fái viðskiptavini, þarf að byggja upp nýja byggð meðfram henni endilangri, í Vatnsmýrinni, í Laugardalnum, í Vogahverfinu, á Geirsnefi, í Höfðahverfinu, í Bryggjuhverfinu og á Keldnalandi. Fyrirhugað byggingarmagn er ekkert smáræði því það á nánast að byggja nýtt hús fyrir hvern viðskiptavin Borgarlínunnar. Stóra myndin sýnir að réttara væri að kalla Borgarlínuna fasteignaþróunarverkefni en ekki samgönguverkefni.

En hverjir munu búa við Borgarlínuna?

Skoðum aðeins kostnaðinn: 50 milljarða Borgarlínufjárfesting, 50 milljarða flutningskostnaður Reykjavíkurflugvallar, 10 milljarða Sæbrautarstokkur og himinhár kostnaður við rif á gömlum iðnaðarhverfum eins og Voga- og Höfðahverfinu til að koma fyrir íbúðum. Allur þessi kostnaður verður meira eða minna fjármagnaður gegnum hærra húsnæðisverð.

Íbúðirnar verða svo dýrar, að ólíklegt verður að teljast að íbúarnir muni nota Borgarlínuna. Fólk sem hefur efni á 60-80 milljóna íbúð hefur að jafnaði líka efni á að eiga og reka bíl.

Leita þarf annarra ráða til að búa til viðskiptavini. Til að minna efnaðir geti líka fengið þak yfir höfuðið hefur óhagnaðardrifin húsnæðisuppbygging verið aukin. Húsnæðisstefnan er því orðin húsnæðisúrræðastefna í sovéskum stíl þar sem fólki er skammtað takmörkuðum gæðum gegnum biðlista. Í slíku skömmtunarumhverfi missir fólk vald yfir lífi sínu og mun auðveldara er að þvinga það í óhentugra bílastæðalaus húsnæði. En þar sem úrræðin eru óhagnaðardrifin mun slík uppbygging alltaf verða mjög hæg því fáir eru viljugir að gefa mikið fé í slíkt. Fyrir vikið er ólíklegt að slíkar þvinganir skili árangri.

En hvað ef vagnarnir aka tíðar og í forgangi? Munu ekki miklu fleiri þá nota Borgarlínuna? Svarið við því er “nei”. Síðasta áratuginn var í gangi tilraun þar sem átti að tvöfalda hlutdeild Strætó með milljarða niðurgreiðslu á ári. Niðurstaðan var skýr: Nánast engin aukning varð á tímabilinu. Fólk sem þarf að nota einkabílinn mun velja hann áfram óháð verðlagningu Strætó.

Leyndardómarnir

Því meira sem grafið er niður í Borgarlínunuverkefnið þeim mun fleiri leyndardómar koma fram. Farþegana vantar, nýbyggingar sem eiga að redda því verða of dýrar fyrir farþegana að búa og tilraun við niðurgreiðslu strætó hafði engin áhrif. Sem samgöngulausn er einfaldlega útilokað að Borgarlínan virki, því tómir vagnar gagnast engum.  Afleiðingarnar af fasteignaverkefninu verða jafnvel enn verri, því ef veðjað er á Borgarlínuna er verið að veðja á uppbyggingu á dýrasta mögulega svæði borgarinnar. Þetta þýðir að aðeins verður byggt dýrt og hætt er við að uppbyggingin verð mjög hæg því kaupendur vantar. Borgarlínan þarf á þessari byggð að halda, og því er verkefnið uppskrift að áframhaldandi krísu á fasteignamarkaði svo lengi sem menn hindra ódýra uppbyggingu til að verja Borgarlínuna. Besti tíminn til að stöðva mistök er að stöðva þau áður en mistökin eru gerð. Hafna verður því Borgarlínuverkefninu strax.

Leiðin út

Ábyrg framtíð (xY) mun leysa húsnæðis- og umferðarvandann með alvöru lausnum sem munu skila árangri strax. Farið verður strax arðsömustu umferðarverkefnin sem laga umferðarflæðið öllum til hagsbóta, strætó og einkabílnum. Ljósastýring yrði bætt, gönguljósum á stofnæðum skipt út með göngubrúm auk fjölda smáframkvæmda um allan bæ. Í framhaldinu yrði svo aftur byrjað að byggja mislæg gatnamót á reykvískum stofnæðum. Húsnæðisverð verður lækkað með að leyfa strax að byggja ódýrt sem víðast. Stærsta lausn okkar á vanda Reykjavíkur er Viðeyjarleiðin, sem er ný stofnbraut sem mun tvöfalda stærð Reykjavíkur og auka aðgengi Reykvíkinga svo mikið að ódýrum lóðum að húsnæðisverð mun haldast lágt um langa framtíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
13.05.2022

Framtíð menntunar

Framtíð menntunar
EyjanFastir pennar
13.05.2022

Flýtum lagningu Sundabrautar

Flýtum lagningu Sundabrautar
EyjanFastir pennar
12.05.2022

Endurreisn Sovétríkjanna á íslenska húsnæðismarkaðnum

Endurreisn Sovétríkjanna á íslenska húsnæðismarkaðnum
EyjanFastir pennar
25.04.2022

Hver á að borga fyrir nýjan Reykjavíkurflugvöll? Svarið gæti komið þér á óvart.

Hver á að borga fyrir nýjan Reykjavíkurflugvöll? Svarið gæti komið þér á óvart.
EyjanFastir pennar
24.04.2022

Björn Jón skrifar – Harðstjórnarríki rauða aðalsins

Björn Jón skrifar – Harðstjórnarríki rauða aðalsins
Aðsendar greinarFastir pennar
20.04.2022
Alls ekki tala um Bjarna
Aðsendar greinarFastir pennar
09.04.2022

Öfgar skrifa: Ofbeldi gegn konum í krafti fjórða valdsins

Öfgar skrifa: Ofbeldi gegn konum í krafti fjórða valdsins
EyjanFastir pennar
04.04.2022

Björn Jón skrifar: Ráðast þarf strax í lagningu Sundabrautar

Björn Jón skrifar: Ráðast þarf strax í lagningu Sundabrautar
EyjanFastir pennar
07.03.2022

Heimir skrifar: Þegar Rússinn tók bita af Úkraínu en kafnaði á Zelenskyy

Heimir skrifar: Þegar Rússinn tók bita af Úkraínu en kafnaði á Zelenskyy
EyjanFastir pennar
06.03.2022

Björn Jón skrifar: Við lifum enn á atómsprengjuöld

Björn Jón skrifar: Við lifum enn á atómsprengjuöld