fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
EyjanFastir pennar

Heimir skrifar: Einfalt (og flókið) verkefni Hildar í Reykjavík

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 22. mars 2022 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prófkjör Sjálfstæðismanna í borginni fór líkast til ekki fram hjá neinum nýliðna helgi. 26 einstaklingar tókust þar á í einu fjölmennasta prófkjöri síðustu ára. Hildur Björnsdóttir sigraði þar með nokkrum yfirburðum mótherja sinn Ragnhildi Öldu. Ragnhildur sóttist eftir fyrsta sætinu eftir að hafa vermt það ellefta fyrir síðustu kosningar og má því með sanni segja að annað sætið hafi verið stórt skref upp á við fyrir hana.

Twitter samfélagið fór þá mikinn í gær og hafði, sem fyrr, gjörsamlega rangt fyrir sér. Þetta sama fólk og spáði Samfylkingunni stórsigri í síðustu kosningum og var gapandi hissa að ríkisstjórnin héldi velli, þó flestar kannanir hafi spáð einmitt því, er aftur að vanmeta breidd samfélagsins utan Twitter. Í því samhengi má gjarnan rifja upp að a) Sjálfstæðisflokkurinn með mun íhaldssamari lista skipaðir þó nokkrum þeirra sem nú eru kallaðir risaeðlur á Twitter, gjörsigraði kosningarnar 2018 og b) listinn nú er í senn íhaldssamur og frjálslyndur, en meira um það síðar.

Niðurstaða prófkjörsins var þannig hvorki slæm fyrir nýjan oddvita, né slæm fyrir flokkinn í komandi kosningum. Á listanum eiga sæti fulltrúar allra hópa, fylkinga, sjónarmiða, og flestra póstnúmera. Þá er vert að benda á að í fyrsta sinn í lengri tíma tefla Sjálfstæðismenn fram fulltrúa sem tilheyrir ekki annarri hvorri fylkingunni sem tekist hefur á um völdin í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í áratugi. Þá er Hildur jafnframt frjálslyndasti oddviti Sjálfstæðismanna í lengri tíma. Líklega frá því að Davíð Oddsson leiddi listann árið 1982.

Hildur hlaut um 2.600 atkvæði í oddvitasætið, sem er 300 atkvæðum meira en forveri hennar, Eyþór Arnalds, hlaut fyrir fjórum árum. Þá gerir það sigur Hildar enn merkilegri, að nú kusu 1.700 fleiri í prófkjörinu en gerðu síðast. Þó flokkurinn eigi enn langt í lang með að jafna 10 þúsund manna prófkjörin á árunum fyrir hrun, þá er ljóst að þátttakan í innra starfi hans virðist nú stefna upp á við í fyrsta skipti í einhvern tíma.

Hildur hlaut þá jafnframt þriðjungi fleiri atkvæði en mótherji sinn og hefur þannig skýrt hugmyndafræðilegt umboð. Löng hefð er fyrir því í flokknum að oddviti flokks marki stefnu í megin atriðum.

Þó er ekki þar með sagt að Hildar bíði ekki krefjandi verkefni. Hildur mun fyrir komandi kosningar þurfa að sjóða saman samstarf úr mjög fjölbreyttum hópi og verður forvitnilegt hvernig henni tekst þar úr verki.

Verkefni Hildar verður að stilla meðframbjóðendur sína inn á eina eða aðra niðurstöðu í stóru málunum sem er til þess fallin að sætta alla arma flokksins, sigra kosningarnar, eins og flokkurinn gerði síðast, og að mynda svo meirihluta með öðrum, sem flokknum mistókst síðast. Verkefni oddvitans nýja er þannig í senn einfalt og flókið.

Sjálfstæðisflokkurinn varð til með samruna Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins í maí árið 1929. Það er því alveg með algjörum ólíkindum að það skuli enn þann dag í dag, 93 árum síðar, koma nokkrum á óvart að hann geymi bæði íhaldssamt og frjálslynt fólk.

Í 93 ár hefur það verið hlutverk formanna og oddvita að gæta að því að ekki sjóði upp úr og að draga fram það besta úr báðum heimum hægri manna. Í Reykjavík, í landsmálunum og í öllum öðrum sveitarfélögum.

Forvera Hildar, Eyþóri Arnalds, mistókst það. Nú er komið að Hildi að spreyta sig.

Rétt er að geta þeirra hagsmunatengsla að eiginkona undirritaðs, Helga Margrét Marzellíusardóttir, var ein af þeim 26 frambjóðendum sem sóttust eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í umræddu prófkjöri.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fjörutíu og tvö prósent

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fjörutíu og tvö prósent
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Verðleikar og andverðleikar 

Björn Jón skrifar: Verðleikar og andverðleikar 
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hægrimenn óttast sköpunarkraftinn

Sigmundur Ernir skrifar: Hægrimenn óttast sköpunarkraftinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Gasið er að rjúka úr henni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Gasið er að rjúka úr henni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Hjartað slær með bankastjóranum og krónunni – fullveldið sjálft að veði

Svarthöfði skrifar: Hjartað slær með bankastjóranum og krónunni – fullveldið sjálft að veði
EyjanFastir pennar
10.03.2024

Björn Jón skrifar: Laugavegurinn — in memoriam

Björn Jón skrifar: Laugavegurinn — in memoriam
EyjanFastir pennar
09.03.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Hvirfilbylur bölmóðsins

Sigmundur Ernir skrifar: Hvirfilbylur bölmóðsins
EyjanFastir pennar
03.03.2024

Björn Jón skrifar: Tilbrigði við fegurð

Björn Jón skrifar: Tilbrigði við fegurð
EyjanFastir pennar
02.03.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Þegar afturhaldið andar ofan í hálsmálið

Sigmundur Ernir skrifar: Þegar afturhaldið andar ofan í hálsmálið