fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Eyjan

Segir Pútín hafa gjörbreyst á nokkrum árum – „Þetta er verk brjálæðings“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. mars 2022 09:02

Pútín er líkt við pókerspilara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrir 12 árum heimsótti ég St. Pétursborg ásamt Vladímír Pútín til að opna nýja gámamiðstöð Mærsk. Samningar um það náðust nokkrum mánuðum áður þegar ég hitti Pútin á alþjóðlegum fundi: „Ef þú kemur, verður Carlsberg á borðinu,“ lokkaði hann með.“

Svona hefst færsla Lars Løkke Rasmussen, fyrrum forsætisráðherra Danmerkur á Facebook en hún hefur vakið mikla athygli. Í henni fjallar hann um innrás Rússa í Úkraínu og ekki síst Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, og þær breytingar sem Rasmussen telur að hafi orðið á honum á nokkrum árum.

Hann segir að allir hafi verið glaðir í St. Pétursborg fyrir 12 árum og þetta hafi opnað fyrir opinbera heimsókn Pútín til Danmerkur ári síðar.

„Það er augnablik síðan. En þá voru tímarnir aðrir. Vonin lifði. Efnahagsleg uppsveifla í Rússlandi sem sóttist eftir alþjóðlegum samskiptum, fjárfestingum, viðskiptum. En þetta fór illa. Það eru margvíslegar landfræðilegar og pólitískar ástæður fyrir því en það má ekki taka mannlega þáttinn út úr jöfnunni,“ segir Rasmussen.

„Sá Pútín sem ég hitti í St. Pétursborg og á Færgekroen er allt annar en þessi ofsóknarbrjálaði og árásargjarni harðstjóri sem trónir við endann á allt of stóru borði þar sem skíthræddir ráðgjafar þora ekki að andmæla honum,“ bætir hann síðan við.

Hann segist síðan hafa verið í Tívolí í Kaupmannahöfn með Pútín 2011 sem hafi verið hress og kátur og hafi grínast með að hann hafi notið helgarferðanna til Kaupmannahafnar og í Tívolí þegar hann var ungur KGB-foringi í Austur-Þýskalandi. „Þegar ég hitti hann síðast, í nóvember 2018 þegar 100 ár voru frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar, var hann gjörbreyttur, lokaður og óaðgengilegur,“ segir Rasmussen.

„„Þegar kjörnir leiðtogar byrja að byggja hallir fyrir sjálfa sig, þá er allt farið til fjandans,“ sagði Angela Merkel eitt sinn við mig. Þetta hefur Pútín, eins og Erdogan Tyrklandsforseti, gert. Báðir hafa gert stjórnarskrárbreytingar sem tryggja þeim pólitískt líf langt fram yfir það sem telst lýðræðislegt. Þetta hefur áhrif á fólk. Einrátt. Sjálfsánægt. Völd. Og þessi lævísa hræðsla við að missa allt: Ofsóknarbrjálæði,“ skrifar Rasmussen.

„Ég er ekki sálfræðingur. Maður á ekki að ofmeta vægi einstaklingsins en maður má heldur ekki vanmeta það. Þetta hefur stigið honum til höfuðs. Hann setur sjálfan sig ofar öllu, mannréttindum, þjóðarrétti, velferð eigin landsmanna. Þetta er verk brjálæðings. Þess vegna þarf að losna við hann. Hann er einfaldlega hættulegur maður,“ segir Rasmussen einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“