fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Eyjan

Staksteinar fetta fingur út í fyrirspurn Halldóru og Pírata – „Þeir hafa ekki svo vitað sé gert neitt í þeim efn­um“

Eyjan
Þriðjudaginn 22. febrúar 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, steig upp í pontu í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær og spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hvað henni þætti um mál fjögurra blaðamanna sem boðaðir hafa verið til skýrslutöku vegna meintra brota gegn friðhelgi einkalífs.

Katrín svaraði því til að henni hafi líkt og mörgum verið brugðið þegar fregnir bárust af málinu en hún treysti því þó að lögregla fari eftir þeim lögum sem í landinu gilda

„Ég treysti því líka að lögreglan sé mjög meðvituð um það að allar rannsóknaraðgerðir sem beinast gegn fjölmiðlum geti haft fælingaráhrif og því eigi ekki að fara af stað nema ríkt tilefni sé til og meðalhófs gætt.“ 

Mál fjórmenningana hefur verið áberandi í umræðunni undanfarna viku og því ætti ekki að undra að það hafi ratað inn í óundirbúinn fyrirspurnatíma Alþingis, en þangað rata gjarnan mál sem mikið hefur farið fyrir í þjóðfélagsumræðunni.

Þó virðist sem að sá er ritar ritstjórnardálkinn Staksteina í Morgunblaðinu ekki það hrifinn af fyrirspurn Halldóru. Í Staksteinum dagsins segir:

„Í fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í gær lét Hall­dóra Mogensen pírati eins og hún hefði mikl­ar áhyggj­ur af ís­lensk­um fjöl­miðlum og lagði í því sam­bandi út af lög­reglu­rann­sókn á Norður­landi. Spurn­ing­um sín­um beindi Hall­dóra til for­sæt­is­ráðherra sem sagðist vilja styðja og styrkja fjöl­miðla en að lítið hefði verið gefið upp um um­rædda rann­sókn og að hún treysti því að lög­regl­an væri meðvituð um mik­il­vægi fjöl­miðla.“

Staksteinaritari bendir á að Halldóra hafi einnig minnst á í fyrirspurn sinni að stöðugildum innan fjölmiðla hafi fjölgað mikið á undanförnum árum.

„Hall­dóra vék þá að því að frá ár­inu 2018 hefði „stöðugild­um á fjöl­miðlum fækkað um vel rúm­lega helm­ing. Þetta er sá tími sem hæst­virt­ur ráðherra hef­ur setið á stóli for­sæt­is­ráðherra.“ Þetta sagði hún gríðarleg­an at­gervis­flótta úr stétt blaðamanna og virt­ist telja skýr­ing­una aðgerðal­eysi for­sæt­is­ráðherra.“

Veltir Staksteinaritari því fyrir sér hvað Píratar hafi gert undanfarin ár til að styðja við störf blaðamanna.

„En hvað hafa pírat­ar gert til að styðja við fjöl­miðla og reyna að stuðla að því að fleiri blaðamenn séu við störf?

Þeir hafa ekki svo vitað sé gert neitt í þeim efn­um. Þeir hafa verið áhuga­sam­ir um að styðja litla miðla sem hafa sára­fáa starf­andi blaðamenn og stunda ekki al­menn frétta­skrif en sinna þess í stað til­tekn­um hugðarefn­um. Og pírat­ar vilja veg rík­is­fjöl­miðils­ins sem mest­an og þurfa svo sem ekki að hafa áhyggj­ur af fækk­un á þeim bæn­um, þar er nóg af starfs­fólki enda eng­inn skort­ur á fé.

Það er væg­ast sagt hol­ur hljóm­ur í yf­ir­lýst­um áhyggj­um pírata af stöðu frjálsra fjöl­miðla. Þær virðast þjóna þeim til­gangi ein­um að slá póli­tísk­ar keil­ur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi