fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Eyjan

Illugi og Brynjar í hár saman – „Þetta hlýtur að vera heimsmet í frekju og forréttindablindu“- „HVERSU LÁGT ER HÆGT AÐ LEGGJAST?“

Eyjan
Fimmtudaginn 17. febrúar 2022 19:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skotin hafa gengið á víxl undanfarin sólarhring á milli aðstoðarmanns dómsmálaráðherra, Brynjars Níelssonar, og rithöfundarins Illuga Jökulssonar.

Upphaf málsins má rekja til þess að Brynjar birti tíst um mál fjögurra blaðamanna sem nú hafa hlotið stöðu sakbornings við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintu broti gegn friðhelgi einkalífs í tengslum við umfjöllun um skæruliðadeild Samherja, en skipstjórinn Páll Steingrímsson hefur haldið því fram að síma hans hafi verið stolið og svo nýttur sem grundvöllur fréttaflutnings.

Tíst Brynjars má sjá hér fyrir neðan:

Illugi Jökulsson var ekki ánægður með þetta innslag Brynjars í umræðuna og taldi það forkastanlegt að aðstoðamaður æðasta yfirmanns lögreglu- og dómsmála Íslands hafi tjáð sig með þessum hætti. Illugi skrifað á Facebook í gær:

„Það er vissulega fyrir neðan virðingu flestra að leiða um of hugann að Brynjari Níelssyni, en nú er maðurinn aðstoðarmaður æðsta yfirmanns lögreglu- og dómsmála í landinu, svo það skiptir því miður máli hvað hann segir. Og nú sér þessi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra ástæðu til að gera grín að fólki sem sætir sakamálarannsókn. HVERSU LÁGT ER HÆGT AÐ LEGGJAST? HVERSU MIKIÐ DRASL ER HÆGT AÐ BJÓÐA OKKUR UPP Á? En þetta mun engar afleiðingar hafa fyrir Brynjar, enda er Bjarni búinn að gefa flokkslínuna. Og Katrín forsætisráðherra mun heldur ekki segja neitt, enda talar hún ekki við neinn nema þá sem segja henni hvað hún sé frábær.“

Brynjar hefur nú svarað Illuga.

„Sumir menn eru alltaf reiðir og hafa verið með krepptan hnefa í vasa allt sitt líf. Þeim er gjarnan misboðið ef einhver er ósammála þeim. Reyndum fjölmiðlamanni, sem er að vísu einkum í pólitík, Illuga Jökulssyni, er mjög misboðið vegna færslu minnar á Tvitter í gær og sagði að ég væri að hæðast að mönnum sem hefðu stöðu sakbornings við rannsókn sakamáls. Mátti skilja að það væri hneyksli að aðstoðarmaður dómsmálaráðherra leyfði sér slíkt.“

Brynjar segir að hann hafi ekki verið að hæðast að því að fjórmenningarnir hafi hlotið stöðu sakborninga, heldur hafi hann verið að hæðast að „yfirgengilegum og ofsafengnum“ viðbrögðum fjölmiðlamanna við málinu.

„Forréttindablinda og yfirgengileg frekja fjölmiðlamanna var mér bara um megn og komst því ekki hjá því að benda á það í hæðnistón.

Öfugt við Illuga, hef ég tilhneigingu til að taka til varna fyrir menn sem hafa verið bornir sökum. Ég hef lengi fylgst með skrifum Illuga þar sem hann hefur ráðist að sökuðum mönnum með háði og skömmum og kvartað sáran ef þeir eru ekki ákærðir og sakfelldir. En þeir hafa að vísu ekki verið verið fjölmiðlamenn og pólitískir samherjar Illuga.“

Brynjar segir að ástæða þess að hann hafi tjáð sig um málið sé sú að honum hafi misboðið. Telur hann að hér gæti verið um eins konar heimsmet að ræða.

„Ástæða þess að ég hef tjáð mig á samfélagsmiðlum um þessi viðbrögð margra fjölmiðlamanna er að frekjan, yfirgangurinn og sjálfhverfan tekur út yfir allan þjófabálk. Menn víla ekki fyrir sér að saka lögreglu um misbeitingu valds án þess að vita nokkuð um gögn málsins eða rannsóknina. Þetta hlýtur að vera heimsmet í frekju og forréttindablindu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viktor ætlar að vera með þótt hann fái ekki að vera með

Viktor ætlar að vera með þótt hann fái ekki að vera með
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fyrirhugaður samruni Samkaups og fyrirtækja SKEL: Samlegðaráhrif metin á 10,5-14 milljarða

Fyrirhugaður samruni Samkaups og fyrirtækja SKEL: Samlegðaráhrif metin á 10,5-14 milljarða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Freyr ráðinn upplýsingafulltrúi Eflingar

Freyr ráðinn upplýsingafulltrúi Eflingar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Tengslanetið úr fræðasamfélaginu nýtist til að færa okkur þekkingu og skapa tækifæri

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Tengslanetið úr fræðasamfélaginu nýtist til að færa okkur þekkingu og skapa tækifæri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Ég lifði af!

Óttar Guðmundsson skrifar: Ég lifði af!