fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Eyjan

Skúli, Sabine, Hjálmar og Guðný – Svona var röðin á eftir Degi og Heiðu

Erla Hlynsdóttir
Sunnudaginn 13. febrúar 2022 19:32

Skúli, Sabine, Hjálmar og Guðný.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrslit í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík voru tilkynnt í Iðnó fyrir stundu. Fyrirfram var mest spenna fyrir því hver myndu hafna í þriðja og fjórða sætinu en þar voru margir um hituna.  Alls gáfu fimmtán manns kost á sér í eitthvað af efstu sex sætunum sem kosið var um í flokksvalinu, sextán manns raunar þegar með er talinn Guðmundur Ingi Þóroddsson en kjörstjórn fulltrúaráðs flokksins komst að þeirri niðurstöðu á föstudag að framboð hans væri ekki gilt á þeim grundvelli að hann uppfyllti ekki skilyrði kosningalaga um kjörgengi.

Nú er Samfylkingin með sjö borgarfulltrúa.

 

Kosið var rafrænt og var kosningakerfið opið frá því klukkan átta í gærmorgun og til klukkan þrjú í dag.

Í 1. sæti Dagur B. Eggertsson með 2.419 atkvæði í 1. sæti.

Í 2. sæti Heiða Björg Hilmisdóttir með 1.926 atkvæði í 1.- 2. sæti.

Í 3. sæti Skúli Helgason með 1.104 atkvæði í 1. – 3. sæti.

Í 4. sæti Sabine Leskopf með 910 atkvæði í 1. – 4. sæti.

Í 5. sæti Hjálmar Sveinsson með 1.122 atkvæði í 1. – 5. sæti.

Í 6. sæti Guðný Maja Riba með 1.212 atkvæði í 1.- 6. sæti.

 

Í næstu sætum voru Sara Björg Sigurðardóttir í 7. sæti og Ellen Jacqueline Calmon í 8. sæti.

Dagur gaf einn kost á sér í fyrsta sætið og Heiða Björg sóttist ein eftir öðru sætinu.  Því var eftirvæntingin mest eftir því hverjir kæmu á eftir þeim á lista. Skúli var í þriðja sæti líka síðast en Sabine fór upp fyrir Hjálmar í röðinni, en þau fimm efstu eru sitjandi borgarfulltrúar.

Niðurstaða fyrir sex efstu sætin er bindandi fyrir uppstillingarnefnd, að teknu tilliti til reglna Samfylkingarinnar um að ekki halli á hlut kvenna.

Hér má lesa nánar um þau sem gáfu kost á sér í flokksvalinu https://xs.is/frambjodendur-i-flokksvali-i-reykjavik-2022

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi