fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Rússneskar eldflaugar geta náð til Íslands á nokkrum mínútum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. janúar 2022 19:30

Rússar æfa eldflaugaskot á hafi úti. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil spenna er á landamærum Rússlands og Úkraínu en þar hafa Rússar safnað saman um 100.000 hermönnum og miklu magni margvíslegra hernaðartóla. Óttast er að þeir muni ráðast á Úkraínu innan ekki svo langs tíma. Ef til átaka kemur munu sjónir Rússlands og NATO fljótlega beinast að norðurslóðum.

Ástæðan er að Kólaskaginn er heimabær nokkurra af öflugustu vopnum Rússa, þar á meðal háþróaðra ofurhljóðfrárra eldflauga. Einnig er rússneski kjarnorkukafbátaflotinn með heimahöfn á skaganum.

Fyrir nokkrum vikum tilkynnti Vladímír Pútín, forseti, að rússneski herinn hefði gert vel heppnaðar tilraunir með ofurhljóðfráar eldflaugar af Tsirkon gerð. Þær séu nú tilbúnar til notkunar og verði úthlutað til norðurflotans, bæði skipa og kafbáta.

Jótlandspósturinn segir að tilraunaskotin hafi farið fram í Barentshafi og að eldflaugar af þessari geti náð til margra skotmarka í Noregshafi, á milli Noregs, Svalbarða og Íslands, á aðeins 10-15 mínútum. NATO er með margvísleg mannvirki á þessum slóðum og löndum.

Ofurhljóðfráar eldflaugar fljúga á fimm földum hljóðhraða hið minnsta og geta flogið í lítilli hæð og breytt stefnu sinni hvað eftir annað. Þær geta borið kjarnaodda og rússneskir hernaðarsérfræðingar segja að þær komist auðveldlega í gegnum varnir bandarískra og breskra flugmóðurskipa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“