fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Orri vill leiða framsóknarmenn í Kópavogi

Eyjan
Föstudaginn 21. janúar 2022 15:01

Orri Hlöðversson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orri Vignir Hlöðversson gefur kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í Kópavogi fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar sem haldnar verða í maí.

Orri, sem fæddur er árið 1964, lauk BA námi í alþjóðastjórnmálum og hagfræði frá Kaliforníuháskóla árið 1993. Hann hefur gengt starfi forstjóra Frumherja hf.síðastliðin 15 ár og er auk þess í hluthafahópi félagsins. Fyrir tíma sinn hjá Frumherja sinnti Orristarfi bæjarstjóra í Hveragerði í fjögur ár. Þar á undan starfaði hann sem framkvæmdastjóri Fjárvaka, félags innan samstæðu Kaupfélags Skagfirðinga. Orri bjó einnig í Brussel í nokkur ár þar sem hann starfaði fyrst hjá Framkvæmdastjórn ESB og síðar sendiráði Bandaríkjanna.

Orri er alinn upp í Kópavogi og hefur búið í bænum mestan hluta ævi sinnar. Hann hefur lengi tekið virkan þátt í félagsstörfum. Sem dæmi gegndi Orri stjórnarformennsku knattspyrnudeildar Breiðabliks í Kópavogi um árabil. Hann gegnir enn trúnaðarstörfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar sem stjórnarformaður Íslensks toppfótbolta og stjórnarmaður KSÍ.

„Það er með mikilli eftirvæntingu sem ég býð mig fram til að leiða lista Framsóknar í Kópavogi í vor. Ég hef sterka tengingu við bæinn og hef fylgst náið með vexti hans og viðgangi um langt skeið. Mínar áherslur eru á vandaða og gegnsæja stjórnsýslu, ráðdeildarsemi í rekstri og hátt þjónustustig til íbúa í öllum málaflokkum. Ég er til þjónustu reiðubúinn og legg á vogarskálarnar mína reynslu, þekkingu og styrk,“ segir í yfirlýsingu frá Orra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær