fbpx
Sunnudagur 26.júní 2022
Eyjan

Vilhjálmur segir ríkisstjórnina hafa brugðist að mörgu leiti – „Við verðum að þora að taka þessa umræðu“

Eyjan
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 16:02

Vilhjálmur Árnason. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði brugðist. Í henni fjallaði hann um sóttvarnaraðgerðir og umræðuna í kringum þær, sem honum finnst hafa verið einhliða.

„Við þurfum að þora að taka umræðuna frá mörgum sjónarhornum, en mér hefur fundist að eftir tveggja ára veru í faraldrinum, að hún einskorðist bara út frá sóttvarnarsjónarmiðunum. Maður finnur það almennt í samfélaginu að maður er að stíga inn á hættulega braut þegar maður fer að gagnrýna eitthvað, eða spyrja spurninga, en við verðum að taka þessa umræðu,“ sagði Vilhjálmur.

Í kjölfarið bætti hann við: „Ég verð nú bara að segja og taka undir það að ríkisstjórnin hafi að mörgu leyti brugðist í þessu.“ 

Þá sagði Vilhjálmur mikilvægt að eftirköst heimsfaraldursins yrðu rædd og minntist sérstaklega á atvinnulífið og fólk sem hefur misst vinnu vegna faraldursins.

Auk þess velti hann fyrir sér hvort heilbrigðisstarfsfólk sem hefði undanfarið unnið við skimanir væri betur nýtt á öðrum sviðum heilbrigðiskerfisins. „Við verðum að þora að taka þessa umræðu,“ sagði Vilhjálmur og kallaði til fjölmiðla, Alþingis og samfélagsins í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Bændasamtökin telja sig vita lausnina á vanda Úkraínu – Tilbúin að veita aðstoð í málinu

Bændasamtökin telja sig vita lausnina á vanda Úkraínu – Tilbúin að veita aðstoð í málinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Meirihlutinn telur hvalveiðar skaða orðspor landsins

Meirihlutinn telur hvalveiðar skaða orðspor landsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
„Þú líka Brútus“
Eyjan
Fyrir 1 viku

AOC neitar að lýsa yfir stuðningi við Biden sem forsetaframbjóðanda 2024

AOC neitar að lýsa yfir stuðningi við Biden sem forsetaframbjóðanda 2024
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að lesa í úrslit kosninga

Björn Jón skrifar: Að lesa í úrslit kosninga
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Helga Vala dregur Bjarna Ben til ábyrgðar vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu

Helga Vala dregur Bjarna Ben til ábyrgðar vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Þingmaður Framsóknarflokksins kallar eftir fleiri virkjunum

Þingmaður Framsóknarflokksins kallar eftir fleiri virkjunum