fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Leiðarahöfundur Moggans gerir lítið úr lögbroti í Norðvestur- „Ekkert bendir til þess“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 30. september 2021 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins gerir stöðuna í Norðvesturkjördæmi að umtalsefni í dag og telur alls ekki svo að verulegir ágallar hafi komið fram við talninguna.

„Fyrir liggur í málinu að engin raunveruleg efni standa til þess að draga endanlegar niðurstöður í fyrrnefndu kjördæmi í efa. Verulegir og alvarlegir gallar sem raunverulegu máli skipta þurfa að vera á framkvæmd kosninga og talningar svo kröfur um endurtekningu kosninga í einu af kjördæmum landsins komi til mála,“ segir í leiðaranum.

Ekki eru allir sammála þessu enda hefur Karl Gauti Hjaltason kært framkvæmd talningarinnar til lögreglu, en hann féll úr jöfnunarsæti fyrir Miðflokkinn við endurtalninguna. Þá hefur Magnús Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, sagst ætla að kæra framkvæmdina til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi.

Leiðarahöfundur vísar til Magnúsar og skrifar: „Nú seinast var á ferð lögfræðingur og frambjóðandi í sama manninum að fiska eftir því að fá fram nýjar kosningar í „sínu kjördæmi“ vegna meintra alvarlegra mistaka af hálfu þeirra yfirvalda sem umsjón höfðu með kosningu, talningu og kynningu á niðurstöðum í Norðvesturkjördæmi.

Þótt skilja megi kappsama frambjóðendur og jafnvel að nokkru marki þá sem einskis svífast, þá þurfa þeir líkt og aðrir sem mikilvægu hlutverki gegna að gæta sín á að láta ekki draga sig með út fyrir öll mörk.“

Leiðarahöfundur heldur áfram og gerir lítið úr því lögbroti að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð á tímabili eins og segir í kosningalögum. „Reynt er að gera sér mikinn mat úr því að innsigla skuli kjörgögn áður en þau eru send áfram til réttra aðila og láta eins og í því tilviki hafi lög verið brotin af yfirkjörstjórn kjördæmisins. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að þar hafi í raun verið ágalli á vinnubrögðum yfirkjörstjórnar.

Reynt er að gera það tortryggilegt að einn af húsráðendum á kjörstað hafi tekið mynd af kjörgögnum óinnsigluðum í talningarsal í lok talninga. Áðurnefndur frambjóðandi Pírata í kjördæminu segir að sá sem tók myndina hafi „valsað“ um salinn þar sem kjörgögnin voru og höfðu áður verið talin og voru geymd. Ekkert bendir til þess. Fram er komið að fulltrúi yfirkjörstjórnar fylgdist með þessari myndatöku og ekkert var athugavert við hana. Fréttamenn Ríkisútvarpsins höfðu áður verið með myndir frá talningarsalnum og sýnt þær, enda ekkert athugavert við það.

Eftirlitsmyndavélar voru við inngangsdyr í talningarsalinn og þær hafa verið afhentar réttum yfirvöldum og ekkert bendir til að nokkur hafi farið þar um sem ekki hafi verið til þess bær.

Það er alvarlegt mál að grafa undan trausti almennings á alþingiskosningum. Það sem fram er komið í þessu máli gefur ekkert tilefni til að það sé gert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“