fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
Eyjan

Vilhjálmur hraunar yfir flokkinn sinn – „Síðar flaðraði hún upp um mig þegar ég varð á vegi hennar, eins og hundstík“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. september 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grein sem Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, birti í Morgunblaðinu í gær, er vart hægt að kalla annað en reiðilestur. Vilhjálmur fer hörðum orðum um flokksmenn og gefur lítið fyrir lýðræði innan flokksins. Hann velur ófögur orð til að lýsa þeim sem hlutuðust til um að hann var í tvö skipti færður niður á lista flokksins eftir sigur í prófkjöri, til að rýma fyrir konum.

Greinin hefur vakið mikla athygli og verið til umfjöllunar á tveimur vefmiðlum, Miðjunni og Vísir.is. Á Miðjunni er staðhæft að Morgunblaðið hafi vísvitandi frestað birtingu greinarinnar þar til fram yfir kosningar. Neðanmáls undir greininni segir: „(Þessi grein var tilbúin til birtingar á kjördag. Engu var breytt eftir að úrslit lágu fyrir.)“

Vilhjálmur segir orðrétt í grein sinni:

„Ég fór þrisvar í gegnum lýðræðisveislu, sem kölluð er prófkjör. Tvisvar vegnaði mér vel.

Hið fyrsta sinni leitaði formaður uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, Jónas Guðmundsson lögmaður, allra leiða til að færa mig af listanum, ellegar að færa mig úr því sæti sem lýðræðisveislan skilaði. Það gekk ekki eftir! Einhverjum til mæðu!

Næsta sinni heppnaðist þessum sama formanni uppstillingarnefndar að færa mig niður um sæti. Það sæti á lista gaf þingsæti því sinni.

Því sinni lýsti formaður Sjálfstæðisflokksins þessa tilfærslu mikla snilli með mikilli ánægju.

Núverandi ritari flokksins taldi þessa tilfærslu mikla snilli með mikilli ánægju.

Sá er hlaut kosningu í þriðja sæti lýsti einnig ánægju með snillina.“

„Runk“ og „hundstík“

Vilhjálmur fer meðal annars hörðum orðum um þingmann sem Vísir og Miðjan segja vera Bryndísi Haraldsdóttur en hann segir menn hafa rótað í framboðslistanum eftir prófkjör til að ganga í augun á Landssambandi Sjálfstæðiskvenna:

„Runkið með listann skipti þessa menn ekki máli, þeir höfðu loforð um það. En þeir litu betur út í augum Landssambands sjálfstæðiskvenna. Þær konur fengu mikla upphefð.

Sú er hlaut upphefðina þakkaði aldrei fyrir sig, fyrir að halda frið. Þegar sá, er var niðurlægður, var fallinn af Alþingi í snemmbúnum kosningum hringdi hún og bullaði og lét eins og fífl.

Síðar flaðraði hún upp um mig þegar ég varð á vegi hennar, eins og hundstík, og sagði innihaldslaust bull: „Gott að sjá þig.““

Svikinn og niðurlægður

Vilhjálmur segir að honum hafi ekki vegnað vel í þriðja prófkjöri sínu eftir að hafa tvisvar verið færður niður á lista eftir sigra í prófkjörum. Hann hafi enda ekki verið í náðinni og loforð við hann hafi verið svikin:

„Hið þriðja sinni í lýðræðisveislu vegnaði mér ekki vel, enda var ég ekki á „recepti“ þeirra sex efstu í prófkjörinu á liðnu sumri. Talinn hættulegur!

Þegar einhverjir fulltrúar í uppstillingarnefnd vildu leiðrétta hlut Vilhjálms Bjarnasonar sagði ein meginfraukan úr Mosfellsbæ: „Þessi Vilhjálmur Bjarnason skiptir engu máli.““

Vilhjálmur segir ennfremur: „Eftir niðurlægingu í prófkjöri 2016 voru mér gefin loforð, sem voru svikin og einskis verð lygi.“

Þátttöku í stjórnmálum lokið

Vilhjálmur segir að þjónusta við þingræðið sé göfugt hlutverk. Hann hafi þjónað þingræðinu með bestu samvisku og gert eins vel og hann gat. Hann gengur stoltur frá borði enda er hann stoltur af þingsetu sinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Færri konur ráðnar í framkvæmdastjórastöður en í fyrra

Færri konur ráðnar í framkvæmdastjórastöður en í fyrra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún skilur ekkert í Sjálfstæðismönnum – „Þetta er með slíkum ein­dæm­um, að lög ná ekki yfir það“

Guðrún skilur ekkert í Sjálfstæðismönnum – „Þetta er með slíkum ein­dæm­um, að lög ná ekki yfir það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hálendisþjóðgarður og orkunýting tefja stjórnarmyndunarviðræður

Hálendisþjóðgarður og orkunýting tefja stjórnarmyndunarviðræður
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biden berst fyrir pólitísku lífi sínu – Nú reynir á tíunda lífið

Biden berst fyrir pólitísku lífi sínu – Nú reynir á tíunda lífið