fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Eyjan

Áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf fyrsti kostur: „Ég gæti dansað tangó við hvern sem er“

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 26. september 2021 11:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Illa sofnir leiðtogar þeirra stjórnmálaflokka sem náðu kjöri til Alþingis voru mætt í viðtal hjá Agli Helgasyni í Silfrinu á RÚV núna í morgun. Aðeins einn leiðtogi forfallaðist en það var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem boðaði forföll á síðustu stundu.

Þar var farið yfir niðurstöðu kosninganna og voru stjórnmálaleiðtogarnir nokkuð sammála um að sigurvegarar kosninganna væru Framsóknarflokkurinn og Flokkur Fólksins.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, var sigurreifur enda náði flokkurinn frábærum árangri í öllum kjördæmum. „Enn á ný er Framsóknarflokkurinn orðinn leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum,“ sagði Sigurður Ingi.

Katrín Jakobsdóttir, hinn vinsæli forsætisráðherra þjóðarinnar, var að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna en benti á að ríkisstjórnin hefði bætt verulega við fylgi sitt og hún og hennar flokkur ættu hlutdeild í því.

Eiga hlutdeild í sigri ríkisstjórnarinnar

„Við erum stærsti vinstri flokkurinn þriðja kjörtímabilið í röð,“ sagði Katrín og benti á að það væru mikil tíðindi. Sérstaklega í ljósi þess að sótt hafi verið að flokknum úr öllum áttum og að því hefði verið spáð að flokkurinn myndi tortímast og hverfa þegar samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn var handsalað. Þá benti hún á að í upphafi kjörtímabilsins hafi Vinstri Græn misst tvo þingmenn, þau Rósu Björk Brynjólfsdóttur og Andrés Ingi Jónsson, sen nú hafa náð kjöri fyrir nýja flokka.

Rétt að ríkisstjórnin sé fyrsta val

Aðspurður um næstu ríkisstjórn sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks landsins, að réttast væri að ríkisstjórnarflokkarnir myndu setjast fyrst saman enda hafi hann gefið það út fyrir kosningar.

„Í raunheimum, í þeim veruleika sem við búum í núna þá tekur maður því dálítið alvarlega þegar maður gefur það út í aðdraganda kosninga að þetta sé það sem maður ætli að gera sem fyrsta útspil og ég ætla að standa við það. Fólkið sem að við höfum vaðið skafla með og ólgusjó, heimsfaraldur og fleira. Kosningar sýna að við áfram höfum þennan stuðning og því rétt að hefja samtalið þar,“ sagði Bjarni.

Gerir ekki kröfu um forsætisráðuneytið

Hann tók þó fram að það að koma á samstarfi milli flokkanna sé snúið enda passi stefnuskrá þeirra ekki alltaf saman.  Þessvegna er það ekki sjálfgefið mál að stjórnin haldi áfram. „En ég er bjartsýnis maður og sé mikil tækifæri í þessari stöðu.“

Aðspurður hvort að Bjarni hyggðist gera kröfu um forsætisráðherraembættið þá sagði hann að það yrði ekki sitt fyrsta útspil, það væri ekki vænlegt til árangurs að hugsa fyrst um eigin hag.

Sigurður Ingi tók undir orð Bjarna. Ríkisstjórnin hefði unnið góðan sigur og að hann sömuleiðis hefði gefið það út fyrir kosningar að fyrsti valkostur yrði áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Þríeykið myndi því funda fyrst.

Síðar í þættinum var Inga Sæland spurð hvort að hún gæti hugsað sér að setjast í ríkisstjórn með Bjarna og Sigurði. Sagði Inga telja það ólíklegt að sérstaklega Bjarni væri til í að sætta sig við eitt af helstu stefnumálum Flokks Fólksins að skattleysismörk verði 350 þúsund krónur á mánuði. Ef að það væri hinsvegar valkostur þá myndi hún leggja við hlustir. „Ég gæti dansað tangó við hvern sem er,“ sagði Inga.

Inga er til í að dansa tangó
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir stöðuna í efnahagsmálum vera kolsvarta

Segir stöðuna í efnahagsmálum vera kolsvarta
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Friðjón og Helga Vala sammála um undarlega knappan umsóknarfrest – „Þetta er pólitískur jarðskjálfti“

Friðjón og Helga Vala sammála um undarlega knappan umsóknarfrest – „Þetta er pólitískur jarðskjálfti“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir lét mála sjálfan sig á altaristöfluna í Knarraneskirkju – „Menn geta leyft sér ýmislegt í sínum einkakirkjum“

Birgir lét mála sjálfan sig á altaristöfluna í Knarraneskirkju – „Menn geta leyft sér ýmislegt í sínum einkakirkjum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lenya Rún hjólar í þingmann Samfylkingarinnar: „Er það svona sem Jóhann Páll ætlar að byrja baráttu gegn spillingu og óheiðarleika á þingi?“

Lenya Rún hjólar í þingmann Samfylkingarinnar: „Er það svona sem Jóhann Páll ætlar að byrja baráttu gegn spillingu og óheiðarleika á þingi?“