fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Eyjan

Meirihluti landsmanna vill fækka lífeyrissjóðum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. september 2021 08:00

Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verslunarmanna eru í Kringlunni 7.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti þeirra sem tók afstöðu í nýrri skoðanakönnun vill fækka lífeyrissjóðunum. Tæplega helmingur vill að þeim verði fækkað mikið og tæplega 90% ellilífeyrisþega vilja fækka þeim.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. 48,4% vilja fækka lífeyrissjóðunum mikið og 29,4% vilja fækka þeim aðeins. Rúmlega 20% vilja hvorki fækka né fjölga sjóðunum. Tæplega 2% vilja fjölga þeim.

Tæplega fjórðungur tók ekki afstöðu.

Karlar eru mun hlynntari fækkun sjóðanna en konur en tæplega 60% þeirra vilja fækka þeim mikið en hjá konum er hlutfallið 36%.

Eldra fólk er mun hlynntara fækkun sjóða en yngra fólk. Helmingur fólks á aldrinum 18 til 24 ára vill halda fjölda þeirra óbreyttum en 8% vilja fjölga þeim mikið. 64% fólks 65 ára og eldri vilja fækka sjóðunum mikið.

Eins og nýlega kom fram í fréttum var rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna um 25 milljarðar á síðasta ári. 8,4 milljarðar af þeirri upphæð fara í rekstur skrifstofa og stjórnun.

2.500 manns fengu könnunina senda og svöruðu 1.244.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu