fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars

Heimir Hannesson
Mánudaginn 20. september 2021 12:58

mynd/skjáskot úr auglýsingu Sjálfstæðismanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosið verður til Alþingis næsta laugardag og er því fram undan kosningavika, og því von á hinum ýmsu útspilum stjórnmálaflokkanna í baráttunni sem mörgum hefur þótt heldur litlaus og átakalítil, að minnsta kosti hingað til.

Nýjasta útspil Sjálfstæðismanna hlýtur að teljast til slíkra útspila, en í henni varar Brynjar Níelsson, frambjóðandi flokksins, við því að hann sé í baráttusæti í komandi kosningum. „Eflaust eru það frábærar fréttir fyrir marga, að þessi leiðindaskarfur sé mögulega að detta af þingi,“ segir Brynjar þá.

„Mig langar að biðja þig um þinn stuðning, og í staðinn mun ég heita því að vera áfram hæfilega leiðinlegur, viðra mínar skoðanir og vera gagnrýninn,“ segir Brynjar enn fremur, kíminn.

Auglýsingin öll er bersýnilega skot á internetímynd Brynjars, sem er þó, samkvæmt þeim sem til hans þekkja, fjarri raunveruleikanum.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Brynjar Níelsson skipar þriðja sætið í Reykjavík norður, en flokkurinn náði þó þremur mönnum þar inn síðast. Brynjar hafði ekki erindi sem erfiði í prófkjöri Sjálfstæðismanna nú í sumar og voru áhöld um hvort Brynjar myndi þiggja sætið sem honum bauðst. Svo fór að lokum að hann þáði þriðja sætið. Hann sat í öðru sæti í Reykjavík suður fyrir síðustu kosningar, sem er svo til öruggt sæti en þá gaf hann fyrsta sætið eftir til að jafna kynjahlutföll oddvita Sjálfstæðismönnum í kjördæmunum sex. Skiptu hann og Sigríður Á. Andersen þá á sætum. Síðar á kjörtímabilinu sagði hún af sér sem ráðherra vegna Landsdómsmálsins svokallaða og náði ekki sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna. Hún skipar nú heiðurssæti á lista í Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega