fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Eyjan

Helga Vala áhyggjufull: „Staðan er alvarlegri en ég vonaði“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 16:41

Helga Vala Helgadóttir. Ljósmynd: Sigtryggur Ari/Fréttablaðið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag hélt Velferðarnefnd Alþingis fund með sérfræðingum um stöðuna varðandi kórónuveirufaraldurinn. Gestir fundarins voru Alma Möller landlæknir, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, Már Krist­ins­son, yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­deild­ar Land­spít­al­ans, Ingi­leif Jóns­dótt­ir, pró­fess­or í ónæm­is­fræðum, og Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­al­ans.

Formaður Velferðarnefndar er Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og sagði hún við viðtali við DV eftir fundinn að staðan væri alvarleg og óvissan mikil:

„Staðan er alvarlegri en ég vonaði. Þetta Delta-afbrigði er að smitast miklu, miklu meira en fyrri afbrigði. Mér fannst líka að gestir væru býsna skýrir um það hvað þyrfti að  gera. Það var enginn sem sagði að það ætti að gera ekkert og læra bara að lifa með veirunni.“

Aðspurð hvort gestir nefndarinnar hafi lagt til takmarkanir sagði Helga Vala: „Það þarf að hefja skimanir á landamærum. Við komumst ekkert hjá því. Við fórum ekki nákvæmlega út í hvaða aðgerðir á að fara í, en svörin voru býsna mikið á þennan veg: Við vitum hvað virkar. Hvers vegna erum við með eins metra reglu þegar sóttvarnalæknir hefur lagt til tveggja metra reglu? Grímur verja. Þetta er svo lítið íþyngjandi, þetta er ekkert mál, gerum þetta bara.“

Það var ekki hlutverk gestanna á fundinum að leggja eitthvað tiltekið til heldur að veita innsýn í stöðuna frá þeirra faglega sjónarhóli. Helga Vala er hins vegar ekki í neinum vafa um hvað hún vill að gerði gert: Skimanir á landamærum, grímuskylda og tveggja metra reglu í gildi.

„Rauði þráðurinn var sá að við getum ekki bara látið þetta flæða yfir landið. Þetta afbrigði er svo miklu skæðara og smitast svo miklu meira en fyrri afbrigði.“

Að sögn Helgu Völu kom einnig fram sá vilji á fundinum að drífa í því að bólusetja þá námsmenn og nemendur sem hafa aldur til, áður en skólarnir hefjast. Einnig var rætt um aukna notkun hraðprófa.

Helga Vala ítrekar að hún vilji sjá skimanir á landamærum, grímuskyldu og tveggja metra reglu. „Við ættum að fylgja ráðleggingum Þórólfs og annarra. Eins og ég segi, þessi grímuskylda er ekki að fara að ganga frá okkur. Það er miklu meira að fara að ganga frá okkur og hafa veruleg langvarandi áhrif ef krakkarnir okkar komast ekki í skólann, ef við förum að horfa á einhverjar lokanir. Byrjum á því sem er minnst íþyngjandi, skimun á landamærum, grímuskylda og fjarlægðartakmörkun eru miklu minna íþyngjandi en að þurfa að fara að loka öllu hérna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Sjálfstæðisflokkurinn er kominn mikið, mikið lengra til vinstri en fyrir tíu eða tuttugu árum“

„Sjálfstæðisflokkurinn er kominn mikið, mikið lengra til vinstri en fyrir tíu eða tuttugu árum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Frambjóðendur deila myndum af gæludýrunum – „Ég held að allir kettir séu í Miðfokknum“

Frambjóðendur deila myndum af gæludýrunum – „Ég held að allir kettir séu í Miðfokknum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Mogginn varar við vinstri stjórn – Segir það muni hafa alvarlegar afleiðingar á hag Íslendinga

Mogginn varar við vinstri stjórn – Segir það muni hafa alvarlegar afleiðingar á hag Íslendinga
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Góður gangur í hugverkaiðnaði hér á landi – Útflutningstekjur hafa tvöfaldast

Góður gangur í hugverkaiðnaði hér á landi – Útflutningstekjur hafa tvöfaldast
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Geggjað vöfflupartí hjá VG eftir sögulega gönguferð

Geggjað vöfflupartí hjá VG eftir sögulega gönguferð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tómas Ellert hellir sér yfir Guðna Ágústsson – „Hér er um að ræða vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð í minn garð“

Tómas Ellert hellir sér yfir Guðna Ágústsson – „Hér er um að ræða vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð í minn garð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ragnar segir íslenskt fyrirtæki hafa keypt hlutabréf á 20 þúsund krónur og selt á tæplega hálfan milljarð

Ragnar segir íslenskt fyrirtæki hafa keypt hlutabréf á 20 þúsund krónur og selt á tæplega hálfan milljarð