fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Eyjan

Bergþór hjólar í ráðherra landsins fyrir að dreifa peningum – Ásmundur og Sigurður Ingi fá sérstaklega að heyra það

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 18:30

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Skjáskot af vef RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er ekki sáttur með það hvernig ráðherrar landsins haga sér þegar stutt er í kosningar. Bergþór tjáir sig um þetta í skoðanapistli sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Í pistlinum segir Bergþór að forseti Alþingis hafi gert mikið úr því í vor að gengið yrði til þess verks að jafna aðstöðumun frambjóðenda í aðdraganda kosninga. „Mark­miðið virt­ist vera að jafna stöðu þeirra sem sitja fyr­ir á þingi og þeirra sem þar eiga ekki sæti þegar kem­ur að kosn­inga­bar­áttu. Tölu­verð gagn­rýni kom fram á málið, enda blasti við öll­um sem ein­hvern skiln­ing hafa á að mest­ur er aðstöðumun­ur­inn á milli staf­andi ráðherra og annarra fram­bjóðenda í aðdrag­anda kosn­inga, en á því var ekki tekið af hálfu for­seta Alþing­is nema með veiklu­legu yfir­klóri,“ segir Bergþór.

Hann bendir á að nú styttist í lokasprettinn fyrir kosningar, hina eiginlegu kosningabaráttu. „Við blas­ir að ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafa að lík­ind­um aldrei gengið eins frjáls­lega um rík­is­sjóð og nú. Það jaðrar við að sum­ir þeirra líti til rík­is­sjóðs okk­ar allra sem síns eig­in kosn­inga­sjóðs,“ segir Bergþór sem hjólar svo sérstaklega í Ásmund Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

„Fé­lags­málaráðherra virðist til dæm­is ekki kom­ast fram úr rúm­inu öðru vísi en að veita tugi millj­óna í verk­efni sem tal­in eru geta skilað hon­um at­kvæðum. Aðrir ráðherr­ar slá ekki af. Nú er beðið eft­ir mynd­um af sam­gönguráðherra þar sem hann stend­ur með haka og járnkall í veg­línu Sunda­braut­ar. Skófl­an er orðin svo marg­mynduð, vilja­yf­ir­lýs­ing­arn­ar svo marg­ar, handa­bönd­in við borg­ar­stjóra svo mörg að þetta er orðið hallæris­legt.“

„Ekki okk­ar skatt­borg­ara að borga kosn­inga­uppá­kom­ur ráðherra“

Bergþór segir að þetta sé dæmi um svokallaða þyrlupeninga (e. helicopter money). „Þekkt hug­tak í fjár­mála­fræðum, fyrst sett fram af Milt­on Friedm­an og er meðal ann­ars notað þegar rík­is­stjórn­ir eða seðlabank­ar auka pen­inga­magn í um­ferð til að styðja við efna­hag landa sinna og dreifa þannig pen­ing­un­um um hag­kerfið. Lík­ing­in fel­ur í sér að pen­ing­un­um sé hent út úr þyrlu á ferð og lendi ein­hvers staðar – án til­lits til þess hvar þörf­in er mest eða hvar þeim er best varið fyr­ir þá sem standa straum af þeim, skatt­greiðend­ur,“ segir Bergþór.

Hann segir þá að íslenskir skattgreiðendur standi nú frammi fyrir því að sumir ráðherrar ríkisstjórnarinnar æði um og „dreifi peningum eins og þyrla“. „Dreifa þeim til at­kvæðakaupa, án þess að depla auga,“ segir hann.

Að lokum segir Bergþór að það sé hægt að koma í veg fyrir þetta, til dæmis er hægt að setja reglur eins og eru í Kanada. „Þar er ráðherr­um bannað að koma fram í krafti embætt­is síns í kosn­inga­bar­áttu. Þannig væri gerð til­raun til að vernda fé skatt­greiðenda fyr­ir ör­vænt­ing­ar­full­um ráðherr­um í at­kvæðaveiðum. Ef það þarf nauðsyn­lega að setja fé í verk­efni eða taka fyrstu skóflu­stungu vegna bygg­ing­ar dval­ar­heim­il­is nokkr­um vik­um fyr­ir kosn­ing­ar, þá senda menn bara ráðuneyt­is­stjór­ann í verkið. Þannig er staða fram­bjóðenda til alþing­is­kosn­inga jöfnuð, eins og for­seti Alþing­is gerði til­raun til í vet­ur. Það er ekki okk­ar skatt­borg­ara að borga kosn­inga­uppá­kom­ur ráðherra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Össur telur að ákvörðun ríkisstjórnarinnar geti sett allt í uppnám – „Sú söguskýring VG er í uppnámi ef fjórða bylgja faraldursins nær sér á strik“

Össur telur að ákvörðun ríkisstjórnarinnar geti sett allt í uppnám – „Sú söguskýring VG er í uppnámi ef fjórða bylgja faraldursins nær sér á strik“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

RÚV býður auglýsendum að kaupa brandara á tæpar 30 þúsund krónur

RÚV býður auglýsendum að kaupa brandara á tæpar 30 þúsund krónur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Myndin af slagsmálunum vekur úlfúð: Maðurinn sagður „skúrkalegur“ fyrir að bregðast ekki við – „Erum við í alvöru að fagna þessu afskiptaleysi?“

Myndin af slagsmálunum vekur úlfúð: Maðurinn sagður „skúrkalegur“ fyrir að bregðast ekki við – „Erum við í alvöru að fagna þessu afskiptaleysi?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hannes segir hnattræna hlýnun bjarga mannslífum: „Það deyja miklu fleiri úr kulda en hita á hverju ári“

Hannes segir hnattræna hlýnun bjarga mannslífum: „Það deyja miklu fleiri úr kulda en hita á hverju ári“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tekist á um strandveiðar – Úrelt rómantík eða ábatasamur atvinnuvegur?

Tekist á um strandveiðar – Úrelt rómantík eða ábatasamur atvinnuvegur?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fréttastjóri Fréttablaðsins hraunar yfir strandveiðar – „Fær við­skipt­a­vin­ur trill­u­karls­ins orm­ét­inn þorsk­titt“

Fréttastjóri Fréttablaðsins hraunar yfir strandveiðar – „Fær við­skipt­a­vin­ur trill­u­karls­ins orm­ét­inn þorsk­titt“