fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

500 milljarða skuldaaukning ríkissjóðs í faraldrinum – Stefnir í mýkri lendingu en áður var talið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. júlí 2021 09:00

Bjarni Benediktsson. Skjáskot/Hringbraut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagþróun á fyrri helmingi ársins gefur tilefni til bjartsýni um hraðari viðsnúning í hagkerfinu en útlit var fyrir að sögn Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. Hann segir að sagan sé að endurtaka sig og hagkerfið vaxi umfram spár.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. „Þetta sýndi sig til dæmis þegar við fórum fram úr öllum spám um vöxt ferðaþjónustunnar mörg ár í röð og er mögulega að sýna sig nú þegar á þessu ári, þegar við virðumst ætla að fara fram úr eldri spám,“ er haft eftir Bjarna sem sagði einnig að það stefni í að skuldir ríkisins aukist minna í yfirstandandi kórónuveirukreppu en óttast var.

Heildarskuldir ríkissjóðs hafa aukist um tæplega 500 milljarða frá í febrúar á síðasta ári. Þegar Bjarni var spurður út í áhrif þessarar skuldasöfnunar á þjóðarbúskapinn á næstu árum sagði hann það vera forgangsmál að auka landsframleiðslu og draga úr atvinnuleysi. „Við horfum ekki síst á atvinnustigið og hagvaxtartölurnar. Það skiptir miklu máli að landsframleiðslan nái hærra stigi strax á næsta ári. Við tökum það þá með okkur inn í framtíðina og höfum, ef vöxturinn verður meiri, þá ekki sömu þörf fyrir aðhald á næstu árum,“ sagði hann og benti á að vaxtakjör væru mjög hagstæð um þessar mundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi