fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Samtök ferðaþjónustunnar vilja afnema sóttkví á landamærunum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. júní 2021 09:00

Ferðamenn í Leifsstöð. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 6. apríl síðastliðinn var opnað fyrir komu bólusettra ferðamanna frá ríkjum utan EES/EFTA-svæðisins hingað til lands. Þeir ferðamenn sem eru bólusettir eða með vottorð um sýkingu fara í eina sýnatöku á landamærunum fram að næstu mánaðamótum. Óbólusettir ferðamenn frá EES/EFTA-ríkjum, nema þeir sem koma frá Grænlandi, þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu PCR-prófs, fara í tvær sýnatökur og vera í sóttkví í fimm daga. Þessu vilja Samtök ferðaþjónustunnar breyta.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. „Þegar það var opnað 6. apríl fyrir bólusetta ferðamenn utan Schengen byrjuðu Ameríkanar að tínast til landsins. Það eru aðallega þeir sem hafa verið á ferðinni í einhverjum mæli síðustu vikurnar. Síðan er núna farið að bera töluvert meira á Evrópubúum,“ er haft eftir Bjarnheiði Hallsdóttur, formanni Samtaka ferðaþjónustunnar.

Hún sagði það aðallega einkenna þessa ferðamenn að þeir séu nánast allir bólusettir. „Það sem mun skrúfa almennilega frá krananum er þegar við getum breytt reglum á landamærunum þannig að sóttkvíin verði afnumin. Það verði, eins og var búið að tala um að yrði jafnvel 1. júlí, bara einföld skimun fyrir alla. Því var frestað allavega til 15. júlí. Það er í rauninni það sem ferðaþjónustan er að bíða eftir, því að þá getum við sagt að það sé búið að aflétta öllum takmörkunum og þá getur ferðaþjónustan farið í fullan gang. Þetta er náttúrlega takmarkandi þáttur því það eru ekki allar þjóðir komnar eins langt og við í bólusetningunum,“ sagði hún.

Hún sagði að sífellt bætist við bókanir en fjöldi þeirra sé þó ekki mikill miðað við árin fyrir faraldurinn. Hún sagði að það væri þó mikið bókað í ágúst og september og fram eftir hausti. Ferðaþjónustan sé til í slaginn og staðan sé allt önnur nú en fyrir ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2