fbpx
Föstudagur 14.maí 2021
Eyjan

Vilhjálmur hjólar í Drífu – „Það er sorglegt að lesa frá forseta ASÍ svona rakalausa þvælu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 3. maí 2021 14:40

Samsett mynd: Drífa Snædal og Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, er afar ósáttur við 1. maí ræðu Drífu Snædal, forseta ASÍ.

Drífa gagnrýndi þar orkuverðssamninga við stórfyrirtæki en Vilhjálmur telur hana þar tala af algjörri vanþekkingu og senda kalda kveðju til starfsmanna hjá orkusæknum fyrirtækjum. Eftirfarandi setning úr ræðu Drífu fór mjög fyrir brjóstið á Vilhjálmi:

„Í fyrsta lagi þurfum við öll að njóta auðlindanna okkar, þær eiga ekki að ganga kaupum og sölum eða vera seld á hrakvirði í samningum við orkufrek stórfyrirtæki sem koma sér hjá skattgreiðslum hér á landi.“

Vilhjálmur segir meðal annars um þetta í nýjum pistli á Facebook:

„Það er sorglegt að lesa frá forseta ASÍ svona rakalausa þvælu sem byggist á fullkominni vanþekkingu þar sem því er haldið fram að orka sé seld á hrakvirði og öll stórfyrirtæki komi sér hjá skattgreiðslum.
Í þessu samhengi vil ég enn og aftur upplýsa að frá árinu 2013 til 2020 hefur Norðurál greitt um 98 milljarða fyrir afnot af raforku og til viðbótar greitt 1,7 milljarð í svokallaðan tímabundin orkuskatt sem komið var á árinu 2010 til að hjálpa ríkissjóði eftir hrun.
Þessu til viðbótar hefur Norðurál greitt 9 milljarða í tekjuskatt frá árinu 2013 til 2020 og ég held að forseti ASÍ ætti að kynna sér ögn betur þessi mál áður en hún tjáir sig um þessi málefni. Til upplýsingar var skattalögum á stórfyrirtæki blessunarlega breytt árið 2017 þar sem komið var í veg fyrir þunna eigin fjármögnun.“
Vilhjálmur fer yfir raforkuverð sem stóriðjufyrirtækin hafa greitt undanfarin ár og sakar hann Drífu um að fara með þvætting í máli sínu:
„Það er ömurlegt að lesa svona þvælu frá forseta ASÍ í ljósi þess að hækkun á raforkuverði hefur verið að ógna lífsafkomu þúsunda fjölskyldna sem byggja afkomu sína á þessum iðnaði eins og dæmin sanna hjá Elkem og einnig voru störfin í álverinu í Straumsvík í mikilli hættu lengi vel vegna þess að illa gekk að ná fram samningum við Landsvirkjun.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Morgunblaðið hjólar í „systurflokkana“

Morgunblaðið hjólar í „systurflokkana“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vala segir fjölmiðla svipta íslenskuna fegurð sinni og þokka – „Hún hefur nefni­lega ekkert með frjáls­lyndi eða kven­réttindi að gera“

Vala segir fjölmiðla svipta íslenskuna fegurð sinni og þokka – „Hún hefur nefni­lega ekkert með frjáls­lyndi eða kven­réttindi að gera“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór sagði sig úr Dómarafélaginu – Ósáttur við siðareglur félagsins

Arnar Þór sagði sig úr Dómarafélaginu – Ósáttur við siðareglur félagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar segir RÚV og Blaðamannafélagið berjast gegn tjáningarfrelsi

Brynjar segir RÚV og Blaðamannafélagið berjast gegn tjáningarfrelsi