fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Eyjan

Segir frambjóðanda nýta sér andlát fjölskyldumeðlims fyrir athygli – „Það kallast hræsni“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 14. maí 2021 20:30

Guðmundur Ingi Þóroddsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afglæpavæðing neysluskammta fíkniefna hefur verið áberandi umræðuefni síðustu vikurnar. Þeir sem berjast fyrir afglæpavæðingu slíkra skammta segja það til þess fallið að draga úr þeim skaða sem fíkniefni hafa á samfélagið og einstaklinganna sem þeirra neyta, andstæðingar hafa þó haldið því fram að með því að afnema refsingu við neysluskömmtum sé verið að hvetja til fíkniefnaneyslu.

Mörg ólík sjónarmið hafa heyrst í þessari umræðu og er málefnið mikið hitamál. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, vill sjá umræðunni lyft á hærra plan og telur margar þær raddir sem tali gegn afglæpavæðingunni séu í raun stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum. Hann skrifar um þetta í pistli sem birtist hjá Fréttablaðinu.

„Hver „sérfræðingurinn“ á fætur öðrum ryður sér nú fram á ritvöllinn til þess að lýsa því yfir að umræðan um afglæpavæðingu neysluskammta sé á villigötum. Þegar betur er að gáð er þetta upp til hópa fólk sem er að bjóða sig fram til þátttöku í stjórnmálum og ætlar sér að nýta bágindi þeirra sem glíma við vímuefnafíkn sér til framdráttar.“

Guðmundur segir það sorglegt að horfa á fólk berjast gegn málefni sem það myndi efalaust styðja ef það hefði kynnt sér það nægilega vel.

„Óskiljanlegt er hvers vegna gott fólk vill koma í veg fyrir að mál fái framgang sem bjargað gæti lífi barna þeirra einn daginn eða alla vega komið í veg fyrir að þau þurfi að afplána dóm í fangelsi. Og að frambjóðandi skuli nýta sér dauða fjölskyldumeðlims til þess að fá athygli í fjölmiðlum án þess að reyna af minnsta mætti að reyna setja sig í spor hinnar látnu sem frambjóðandinn elskaði svo heitt. Það kallast hræsni.“

Þarna vísar Guðmundur Ingi væntanlega til Diljár Mist Einarsdóttur, hæstaréttarlögmann og frambjóðanda í væntanlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem hefur talað gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta en Dilja missti elstu systur sína úr ofneyslu fyrir fjórtán árum.

Guðmundur bendir á tvö dæmi um afskipti lögreglunnar af neysluskömmtum:

„Fyrir skömmu greindi lögreglumaður frá fíkli sem seldi sig fyrir neysluskammta af fíkniefnum. Lögreglan tók skammtinn og fíkillinn gerði það eina sem honum stóð til boða, að selja sig fyrir nýjum skammti. Stórvinur minn var á reynslulausn vegna fíkniefnabrots þegar hann var farþegi í bíl sem lögregla stöðvaði. Hann fékk kvíðakast og gleypti allan pokann sinn í þeirri von að hann myndi skila sér seinna. Hann lést örfáum dögum síðar vegna þessa.“

Guðmundur segir þá sem tali gegn frumvarpinu oft rökstyðja mál sitt með handahófskenndum hugmyndum, tilfinningarökum og ranghugmyndum. Lyfta þurfi umræðunni á hærra plan.

„Lyftum umræðunni upp á hærra plan, hlustum á fólkið sem hefur reynslu á málaflokknum, heyrum hvað Frú Ragnheiður, Snarrótin, Afstaða, Félag hjúkrunarfræðinga og fleiri hafa að segja og samþykkjum fyrirliggjandi frumvarp heilbrigðisráðherra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu