fbpx
Laugardagur 17.apríl 2021
Eyjan

„Að þessu leyti hefur kannski Sjálfstæðisflokkurinn útilokað sjálfan sig frá stjórnarsamstarfi við ábyrg stjórnmálaöfl“

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 4. apríl 2021 17:15

Samsett mynd - Sigríður og Jóhann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, ræddi um komandi kosningar og stöðu flokks síns í stjórnmálaumræðuþættinum Sprengisandi sem var á dagskrá Bylgjunnar í morgun. Þar sagði hún Samfylkinguna ekki ríða feitum hesti eftir að hafa útilokað samstarf við Sjálfstæððisflokkinn fyrir skömmu. Í því samhengi minntist hún á Bjarta Framtíð og Viðreisn, sem hún segir að hafi verið refsað fyrir að hlaupa úr ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkinum.

Sigríður sagði að viðbrögð Sjálfstæðisflokksins við því ættu ekki að vera að geðjast vinstri flokkum. Að hennar mati mætti Sjálfstæðisflokkurinn ekki missa sjónar á því hvað hann gengur út á.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingframbjóðandi Samfylkingarinnar, var harðorður gagnvart Sjálfstæðisflokknum er hann svaraði Sigríði í færslu sem birtist á Facebook í dag. Þar sagði hann útilokun Samfylkingarinnar á Sjálfstæðisflokknum snúast um að gefa kjósendum fyrirsjáanleika fyrir kosningar. Hann sagði að góð kosning fyrir Samfylkinguna myndi hreinlega þýða að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki fá aðgang að dómsmála og fjármálaráðuneytunum.

„Að hafna samstarfi við Sjálfstæðisflokk snýst ekki um útilokun heldur um að veita kjósandanum valkost og fyrirsjáanleika um hvað atkvæði hans þýðir. Fólk getur gengið að því vísu að atkvæði greitt Samfylkingunni og góð kosning fyrir Samfylkinguna færir ekki Sjálfstæðisflokknum lykilinn að fjármálaráðuneytinu eða dómsmálaráðuneytinu og að ríkisfjármálastefna Sjálfstæðisflokksins verður ekki rekin á vakt Samfylkingarinnar. Þetta er bara eðlileg pólitík og kannski í anda norrænna blokkastjórnmála“

Jóhann spáir því að fjársterk öfl muni reyna að koma í veg fyrir velgengni Samfylkingarinnar. Hann minnist á aðdraganda kosninganna 2016 og 2017, en þá birtust nafnlausar auglýsingar með ýmsum pólítískum skilaboðum

„[Pólitíkin] þýðir auðvitað að hagsmunir fjársterkra afla í samfélaginu af því að koma í veg fyrir að Samfylkingunni gangi vel verða mjög miklir. Þetta mun endurspeglast í þjóðmálaumræðunni fram að kosningum rétt eins og raunin var gagnvart fleiri flokkum í aðdraganda kosninganna 2016 og 2017 þegar „hættan“ á félagshyggjustjórn var hvað áþreifanlegust. Þá birtist kostaður hræðsluáróður um allt internetið og hver stríðsfyrirsögnin á fætur annarri um að það væri ómögulegt að efla velferðarkerfið án þess að allt færi í klessu, það væri ekki eftir neinum skatttekjum að slægjast í sjávarútvegi og feigðarflan að bjóða fiskveiðiheimildir upp á markaði, hófleg skattlagning ofureigna og ofurtekna myndi valda stórfelldum fjármagnsflótta og så videre.“

Að mati Jóhanns verður umræðan svipuð fyrir þessar kosningar. Hann telur að fólki verði sagt að allt sé á réttri leið þrátt fyrir að atvinnuleysi sé að aukast verulega mikið, og að látið verði eins og fólkið sem sé í verstri stöðu sé hreinlega ekki til.

„Umræðan verður eflaust svipuð núna; okkur verður sagt að það sé allt „á réttri leið“; að þótt atvinnuleysi hafa hvergi innan OECD aukist jafn mikið og á Íslandi og þótt ríkisfjármálaviðbrögðin við kórónukreppunni hafi verið veikari hér en víða annars staðar þá hafi „réttar aðgerðir skilað árangri“ og við höfum „góða sögu að segja“ (þetta eru allt kvót í auglýsingar og greinar frá stjórnarliðum), að fólkið sem upplifir skort hljóti að vera statt í einhverjum hliðarveruleika og sjái ekki veisluna – og harkan verður mest gagnvart þeim flokkum sem hafna samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.“

Að lokum segir Jóhann að höfnunin á Sjálfstæðisflokknum sé lýðræðislegur valkostur sem sé mikilvægt að hafa til staðar. Hann minnist þá sérstaklega á viðbrögð flokksins við kórónuveirufaraldrinum, þar sem að ákveðnir einstaklingar hafi ekki haft áhuga á að taka þátt í sóttvarnaraðgerðum og ráðherrar meira að segja brotið reglur.

„Slík höfnun er lýðræðislegur valkostur og mikilvægt að hann sé til staðar, enda má efast um að meirihluti Íslendinga aðhyllist þau gildi og viðhorf sem birtast gjarnan í framgöngu og stefnu Sjálfstæðisflokksins og forystufólks hans. Nærtækasta dæmið er kannski viðureignin við kórónufaraldurinn þar sem hefur ríkt breið samstaða meðal almennings en framáfólk í flokknum verið tregt til að taka þátt í verkefninu með okkur, þingmenn hamast gegn sóttvarnarreglum og ráðherrar brotið þær. Að þessu leyti hefur kannski Sjálfstæðisflokkurinn útilokað sjálfan sig frá stjórnarsamstarfi við ábyrg stjórnmálaöfl.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ræða Þorbjargar á Alþingi vekur athygli og furðu – Hvatti fólk til að „ferðast í svefnherberginu“ og eignast börn

Ræða Þorbjargar á Alþingi vekur athygli og furðu – Hvatti fólk til að „ferðast í svefnherberginu“ og eignast börn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Yfirgefur borgarstjórn og tekur við sem framkvæmdastjóri

Yfirgefur borgarstjórn og tekur við sem framkvæmdastjóri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingmaður Miðflokks líkir ríkisstjórnarsamstarfinu við faraldurinn – „Dettur mér helst í hug svartur strútur“

Þingmaður Miðflokks líkir ríkisstjórnarsamstarfinu við faraldurinn – „Dettur mér helst í hug svartur strútur“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hildur vill opna eina sundlaug í Reykjavík fyrir bólusetta eldri borgara – „Tímabært að huga að opnara og frjálsara samfélagi“

Hildur vill opna eina sundlaug í Reykjavík fyrir bólusetta eldri borgara – „Tímabært að huga að opnara og frjálsara samfélagi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karen Kjartansdóttir hætt hjá Samfylkingunni – „Takk elsku Karen fyrir allt“ 

Karen Kjartansdóttir hætt hjá Samfylkingunni – „Takk elsku Karen fyrir allt“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Velferðarnefnd fékk gögn varðandi sóttkvíarhótelmálið afhent – Engin lögfræðileg greining

Velferðarnefnd fékk gögn varðandi sóttkvíarhótelmálið afhent – Engin lögfræðileg greining