fbpx
Föstudagur 14.maí 2021
Eyjan

Atli hjólar í Þórdísi: „Einfaldlega tætti ráðherra og frumvarpið í sig“

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 24. apríl 2021 22:04

Atli Þór Fanndal og Kolbrún Þórdís Reykfjörð. Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nýsköp­un­ar­ráð­herra hefur tek­ist það ætl­un­ar­verk sitt að rústa stoð­kerfi nýsköp­unar án áætl­unar um hvað tekur við,“ segir Atli Þór Fanndal, verkefnastjóri hjá Space Iceland, í aðsendri grein í Kjarnanum sem ber yfirskriftina „Þrátt fyrir stöku mótmæli.“

„Mjög hefði komið til greina að leggja niður Nýsköp­un­ar­mið­stöð ef grein­ingar og áætlun fylgdi. Ráð­herra hafði aldrei áhuga á sam­tali. Nú tekur við tóma­rúm enda áætlun um hið glæsi­lega stuðn­ings­kerfi ekk­ert. Mark­mið ráð­herra var alltaf að leggja niður Nýsköp­un­ar­mið­stöð. Þá stofnun á Íslandi sem styður þau okkar til nýsköp­unar sem ekki tengj­ast millj­óna­mær­ingum blóð- eða flokks­bönd­um,“ segir hann ennfremur í greininni.

Alþingi samþykkti þann 15. apríl að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð en við hluta verkefna hennar tekur nýtt tæknisetur sem verður í formi einkahlutafélags. Þegar atkvæði voru greidd um frumvarpið sögðu 32 þingmenn já, 25 sögðu nei en aðrir voru ýmist fjarverandi eða greiddu ekki atkvæði.

Orðasúpa og húllumhæ 

Í greininni birtir Atli brot úr fjölmörgum neikvæðum umsögnum um frumvarpið.

„Frá því að drög að frum­varpi ráð­herra birt­ust hafa rúm­lega 70 umsagnir borist í mál­inu. Leitun er að sér­stak­lega jákvæðum umsögnum en sama er ekki að segja um nei­kvæðar umsagn­ir. Leið­ar­stef í gagn­rýn­inni er skortur á áætlun um hvað tekur við. Því svarar ráð­herra aldrei efn­is­lega. Þess í stað sitjum við undir orða­súpu síend­ur­tekið og smá­sjóðum sem stofnað er til með til­heyr­andi húll­um­hæ, frétta­til­kynn­ingum og sjálfs­hóli en aldrei áætl­un, stefnu eða fé sem nokkru skipt­ir. Enda­laus retó­rík en aldrei grein­ing eða vinna,“ segir Atli í greininni.

Þá segir hann að vinnubrögð ráðherra hafi beinlínis skapað óvissu meðal frumkvöðla og að ráðherra hafi ekkert gert til að draga úr þeirri óvissu.

Sam­tök frum­kvöðla og hug­vits­manna er meðal þeirra sem skrifuðu umsögn gegn áformum ráðherra og segir Atli „…félagið einfaldlega tætti ráðherra og frumvarpið í sig.“ Í þeirri umsögn segir að í frumvarpinu sé í grundvallaratriðum litið framhjá þörfum nýsköpunar á frumstigi sem þó sé forsenda þess að markmiðum stjórnvalda um nýtingu hugvits til nýsköpunar verði náð.

„SFH leggj­ast því ein­dregið gegn því að frum­varpið verði sam­þykkt í óbreyttri mynd og án til­lits til hags­muna og til­lagna frum­kvöðla og hug­vits­fólks. Frum­varpið hefur þann meg­in­til­gang að leggja niður Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands (NMÍ) og beina nokkrum hlut­verkum henn­ar, og því almannafé sem til hennar hefur runn­ið, inn í einka­hluta­fé­lag,“ segir ennfremur.

Frumvarpið „einfaldlega ekki fullorðins“

Atli tekur fram að hann hafi sjálfur komið að skrifun umsagnar Space Iceland vegna málsins. Hann segir þá umsögn hafa verið afar ítarlega en grípur hér niður í hana: „Space lceland getur ekki stutt fram­gang frum­varps­ins. Það er illa unn­ið, í and­stöðu við eigin yfir­lýst mark­mið, tímara­mmi breyt­inga er of stutt­ur, grein­ingar vant­ar, vanda­málin sem ætlað er að leysa eru hrein­lega ekki í tengslum við boð­aðar aðgerð­ir, sam­ráð skortir og að mati Space lceland er ein­fald­lega óaf­sak­an­legt á tímum efna­hags­legrar nið­ur­sveiflu að eyði­leggja stuðn­ings­kerfi nýsköp­unar með þeim hætti sem hér er lagt til án ítar­legra grein­inga og áætl­unar um hraða upp­bygg­ingu hins nýja stuðn­ings­kerf­is. Í stuttu máli telur Space lceland þetta frum­varp ein­fald­lega ekki full­orð­ins og furðar sig á að slík hráka­smíð sé lögð fram með til­heyr­andi vinnu fyrir lög­gjafann og hags­muna­að­ila.“

Greinina í heild sinni má lesa með því að smella hér.

Opið bréf með áskorun til ráðherra – Verið að draga úr stuðningi við nýsköpun á landinu öllu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fer ófögrum orðum um klíkuskap Kristjáns Þórs, Morgunblaðsins og Fréttablaðsins

Fer ófögrum orðum um klíkuskap Kristjáns Þórs, Morgunblaðsins og Fréttablaðsins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Diljá vill ekki lögleiða fíkniefnaneyslu – Þetta er ástæðan

Diljá vill ekki lögleiða fíkniefnaneyslu – Þetta er ástæðan
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum
Dómari tekur til máls
Eyjan
Fyrir 1 viku

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn afglæpavæðingu – „Hvenær gáf­umst við upp á bar­átt­unni við eit­ur­lyfja­barón­ana?“

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn afglæpavæðingu – „Hvenær gáf­umst við upp á bar­átt­unni við eit­ur­lyfja­barón­ana?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bjarni vill framlengja séreignasparnaðarúrræði – „Mikil kjarabót fyrir þúsundir Íslendinga“

Bjarni vill framlengja séreignasparnaðarúrræði – „Mikil kjarabót fyrir þúsundir Íslendinga“