fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Eyjan

Inga segir ríkisstjórnina vera vanhæfa

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 12:30

Inga Sæland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins, segir ríkisstjórnina vera vanhæfa í pistil sem hún skrifar í Morgunblaðið í dag. Hún sakar stjórnvöld um að „gambla“ með líf og heilsu landsmanna.

Inga vill meina að fjórða bylgja Covid-faraldursins sé rétt handan við hornið og skuli hún skella á sé það handvömm og veiklyndi ríkisstjórnarinnar að kenna.

„Sér­hags­muna­gæsl­an er dýru verði keypt þar sem gamblað er með líf okk­ar og heilsu eins og hverja aðra sölu­vöru. Ein­hvers staðar seg­ir að „brennt barn forðist eld­inn“ en þrátt fyr­ir fyrri reynslu og yf­ir­stand­andi hörm­ung­ar af Covid í heim­in­um þá hika ís­lensk stjórn­völd ekki við að kasta okk­ur ít­rekað á sama bálið, hafa ein­ung­is bætt sprek­um á eld­inn svo það logi enn bet­ur. Hið svo­kallaða breska af­brigði veirunn­ar er mun meira smit­andi en það sem við áður þekkj­um. Það er ein­mitt það sem við erum að glíma við í dag,“ segir Inga en hún er ein þeirra sem vildu loka landamærunum alveg fyrir allri ónauðsynlegri umferð.

Inga er mikill aðdáandi sóttvarnarhúsanna og vill að allir sem koma hingað til lands þurfi að dvelja þar. Hún vill meina að 90% hagkerfisins haldist gangandi ef ríkisstjórnin leggst til viðeigandi aðgerða á landamærunum.

„Stöðug áföll þar sem van­hæf stjórn­völd opna og loka á víxl fyr­ir æðar hag­kerf­is­ins eru að valda okk­ur miklu meira tjóni en ábata vegna aðgerðanna. Ekki bæt­ir úr skák að ein­hverj­ir sitj­andi ráðherr­ar, þing­menn og þekkt­ir flokks­menn stærsta stjórn­ar­flokks­ins, Sjálf­stæðis­flokks, eru sí­fellt að grafa und­an sam­stöðu þjóðar­inn­ar í sótt­vörn­um. Þau sá fræj­um efa­semda og tor­tryggni um þær aðgerðir sem reynt er að grípa til svo stöðva megi veiruna,“ en ætla má að þarna sé hún að ræða um þau Brynjar Níelsson og Sigríði Á. Andersen sem hafa mikið rætt efasemdir sínar á gagnsemi sóttvarnaraðgerða.

Um helgina komu upp 44 innanlandssmit og þau má rekja til tveggja aðila sem brutu sóttkvíarreglur. Hefðu einstaklingarnir verið skikkaðir í sóttvarnarhús hefði verið hægt að komast hjá þessum smitum.

„Flokk­ur fólks­ins for­dæm­ir enn og aft­ur rík­is­stjórn sem grímu­laust tek­ur sér­hags­muni fárra fram yfir al­manna­hag og tefl­ir með því lífi okk­ar og heilsu í voða. Rík­is­stjórn sem er ekki bær til að setja regl­ur sem halda svo sótt­varna­lækn­ir geti unnið vinn­una sína. Rík­is­stjórn sem ger­ir ekk­ert með vilja 94% þjóðar­inn­ar sem kall­ar eft­ir lok­un landa­mær­anna fyr­ir ónauðsyn­legri um­ferð. Slík rík­is­stjórn er van­hæf rík­is­stjórn,“ segir Inga að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun