fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Eyjan

Brynjar segir að ráðist sé á meðlimi siðanefndar RÚV – „Mér finnst að Föstudagurinn langi eigi að vera dagur uppljóstrara“

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 2. apríl 2021 17:30

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir viðbrögð fjölmiðlamanna og stjórnenda hjá RÚV við úrskurði siðanefndar vera með miklum endemum. Þetta kemur fram í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni.

Á dögunum komst siðanefnd RÚV að þeirri niðurstöðu að Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, hafi brotið siðareglur með ummælum sínum um sjávarútvegsfyrirtækið Samherja.

„Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar um að fréttamaðurinn hafi í nokkrum tilvikum brotið alvarlega gegn siðareglum RÚV hefði ekki átt að koma nokkrum manni á óvart sem hefði kynnt sér reglurnar. Í stað málefnalegrar gagnrýni á niðurstöðuna, eða sýna jafnvel bara auðmýkt og ræða hvort nauðsynlegt sé að breyta reglunum, sem þeir sömdu sjálfir, er ráðist að nefndarmönnum og þess sem kvartaði með fádæma ofstæki. Birtar eru myndir af nefndarmönnum eins og hverjum öðrum sakamönnum og kærandi sakaður um að vera ógn við lýðræðið vegna kæru á saklausan sendiboðann,“ segir Brynjar.

Hann segir að í níu ár hafi RÚV reynt að ljóstra upp um brot Samherja.

„Fyrst um undirverðlagningu á sjávarafurðum og gjaldeyrisbrot. Óþarfi er að rifja upp endalok þeirra mála. Nú síðast skattsvik og peningaþvætti og jafnvel fleiri fjármunabrot í tengslum við norska bankann DNB og svo má ekki gleyma mútunum í Namibíu. Eitthvað virðist djúpt á skattsvikunum og peningaþvættinu í Noregi og rannsókn lokið þar þótt það hafi farið fram hjá þeim á RÚV,“ segir Brynjar og bætir við að RÚV verði að vonast eftir að eitthvað komi út úr þessum mútumálum því annars hafi níu ára barátta þeirra verið til einskis.

Hann segir fjölmiðlamenn vera sendiboða en einnig þátttakendur í pólitík.

„Einhverjir verða að stunda pólitík því ekki er mikið um það hjá þjóðkjörnum fulltrúum. En þeir hjá RÚV verða að muna að um þá gilda sérstakar reglur, bæði sérstök lög um RÚV og svo siðareglur. Virðist aldrei hafa nokkrar afleiðingar þegar lög og siðareglur eru brotnar á þeim bæ. Ekkert tiltal, hvað þá áminning eða eitthvað meira. Þetta virðist vera stjórnlaust batterí og litið á það eins og hvert annað einkafirma starfsmanna. Pólitíkin getur ekki tekið á þessu frekar en öðru enda stjórnmálamenn búnir að færa öll völd til umboðslauss fólks úti í bæ.“

Að lokum segir hann að uppljóstrarar séu mikilvægir og ekki síður núna en á dögum Krists.

„Mér finnst að Föstudagurinn langi eigi að vera dagur uppljóstrara og legg það til hér með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður segir Sjálfstæðisflokkinn vera klofinn – „Um þetta deil­um við ekki“

Þorgerður segir Sjálfstæðisflokkinn vera klofinn – „Um þetta deil­um við ekki“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gunnar Smári skammast í Pírötum og fær rauða spjaldið: „Þetta er það sem vinstra fólk kallar sófakomma-kjaftæði“

Gunnar Smári skammast í Pírötum og fær rauða spjaldið: „Þetta er það sem vinstra fólk kallar sófakomma-kjaftæði“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hildur vill opna eina sundlaug í Reykjavík fyrir bólusetta eldri borgara – „Tímabært að huga að opnara og frjálsara samfélagi“

Hildur vill opna eina sundlaug í Reykjavík fyrir bólusetta eldri borgara – „Tímabært að huga að opnara og frjálsara samfélagi“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skýtur á dómsmálaráðherra vegna frumvarps um vernd barna gegn barnaníðsefni

Skýtur á dómsmálaráðherra vegna frumvarps um vernd barna gegn barnaníðsefni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Farsóttarfangelsið