fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Simmi Vill er tilbúinn að falla á kné og grátbiðja Svandísi og Þórólf um breytingar – „Hver er rökstuðningurinn fyrir því?“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 14:30

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í dag, 15. apríl tók gildi kærkomin tilslökun á sóttvörnum í ljósi árangursins sem náðst hefur. En það er eins og veitingastaðir hafi gleymst.“

Svona hefst pistill sem veitingamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, sem oftast er þekktur sem Simmi Vill, skrifar en pistillinn birtist á Vísi. Í pistlinum veltir Sigmar því fyrir sér hvers vegna veitingastaðir megi ekki taka á móti fleiri gestum eftir að tilslökunin tók gildi.

„Þrátt fyrir að tvöföldun í samkomutakmörkunum almennt þá eru veitingastaðir skyldir eftir, enn eina ferðina. Veitingastaðir sem hafa staðið sig gríðarlega vel í COVID frá upphafi. Hafa staðið vörð um fjöldatakmarkanir, tryggt 2 metra regluna og kostað heilmiklu til í að tryggja sóttvarnir viðskiptavina. Veitingastaðir eru svo sannarlega ekki hættulegir.“

„Tilfellin hafa ekki verið minni í leikhúsi og hvað þá sjálfu Landakoti“

Sigmar segir að veitingastaðir séu staðir þar sem fjölskyldur geti gert sér glaðan dag og átt samverustund þar sem dagurinn er brotinn upp og veitinga er notið. „Veitingastaðir eru samviskusamlega að skrá niður alla viðskiptavini, tryggja tvo metra á milli, hólfaskipt salerni, snertilausar pantanir og greiðslur með hólfa skipt rými,“ segir hann.

Hann veltir því fyrir sér hvers vegna það megi einungis vera 20 manns í hverju hólfi á veitingastöðum, óháð stærð staðarins og fermetrum hans. „Óháð stærð og fermetrum er öllum skammtað 20 manns í hólf. Það er ekki hættulegra að sitja í 2 metra fjarlægð á veitingastað en í leikhúsi, tónleikum eða í matvöruverslun. Eða er það? Hver er rökstuðningurinn fyrir því?“

Sigmar segir að það sé ekki búið að rekja mörg smit til veitingastaða, fyrir utan tilvik þar sem ferðamenn voru að brjóta sóttkví og settust niður á krá. „Tilfellin hafa ekki verið minni í leikhúsi og hvað þá sjálfu Landakoti,“ segir hann.

„Ég vona að það sé raunin“

Ljóst er að fæstir veitingastaðir hér á landi hafa komið sérlega vel út úr faraldrinum en Sigmar segir að hann hafi barist við að halda rekstrinum gangandi. „Undirritaður hefur barist við að halda rekstri veitingastaða gangandi nú í 13 mánuði, án þess að segja upp starfsfólki. Kostnaðurinn hefur fallið á fyrirtækið og eigendur. En við höfum ávallt litið svo á að það sé okkar skylda að standa vörð um starfsmenn okkar og leggja okkar af mörkum að gera gott úr því sem við höfum úr að spila,“ segir hann.

„Munurinn rekstrarlega á því að taka á móti 20 manns eða 50 manns er gríðarlega mikill og skilaði sér strax í febrúar sl. Það að hækka ekki þessa takmörkun núna aftur er mér fyrirmunað að skilja. Ekki nema að það hafi bara gleymst. Ég vona að það sé raunin og að hægt sé að leiðrétta það.“

„Það sjá og skilja það allir“

Sigmar segir að þó veitingastaður sé með 50 manna takmörkun þá gildi 2 metra reglan og persónubundnar sóttvarnir ennþá. „Staðir sem ekki geta tryggt 2 metra á milli borða tekur þá á móti færri gestum. En það að setja hömlur á 1000-2000 fermetra veitingastað og miða við 20 manns í hólfi þar sem auðveldlega er hægt að tryggja 2 metra bil á milli 50 einstaklinga í hólfi er erfitt að skilja,“ segir hann.

„Rekstrarforsendur 2000 fermetra staða er allt önnur en 80 fermetra staða. Bæði hvað varðar starfsmannafjölda og húsaleigu. Það sjá og skilja það allir. Hvernig er hægt að setja sömu takmarkanir á slíka staði?“

Tilbúinn að grátbiðja um breytingar

Undir lok pistilsins segist Sigmar vera tilbúinn í að grátbiðja Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Þórólf Guðnason sóttvarnarlækni um breytingar. „Undirritaður er reiðubúinn til að falla á kné og grátbiðja um endurmat á þessum fjöldatakmörkunum. Næstu þrjár vikur eru langur tími eftir þá þrettán mánuði sem við höfum búið við erfiðustu mögulegu rekstraraðstæður sem hugsast getur,“ segir hann.

„Kæra Svandís og kæri Þórólfur, getið þið gefið ykkur smá tíma í að útfæra þessa reglu ögn nánar til þess að við getum lifað þetta af, haldið fólkinu okkar í vinnu og ekki síst tekið þátt í að gera hversdagsleikann ögn gleðilegri fyrir fólkið í landinu sem hefur svo sannarlega staðið sig vel í þessum faraldri. Gerum þetta vel og gerum þetta saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims