fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Sakar eigin flokk um pólitískar hreinsanir – „Skelfileg árás á heilög grunngildi“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 17:30

Ágúst Ólafur Ágústsson, Logi Einarsson og Oddný G. Harðardóttir, þingmenn Samfylkingarinnar. Mynd/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Dýrfjörð, meðlimur í flokksstjórn Samfylkingarinnar, sakar eigin flokk um pólitískar hreinsanir í pistli sem birtist á Vísi í dag. Á þessu ári hefur Birgir verið óhræddur við að gagnrýna Samfylkinguna, en hann hætti í uppstillingarnefnd flokksins í janúar vegna ósættis. Hann hefur meðal annars verið ósáttur með hvernig farið var að í málum tengdum þingmanninum Ágústi Ólafi Ágústssyni.

Í pistli sínum heldur hann því fram að Samfylkingin beiti ritskoðun til að hefta tjáningarfrelsi einstaklinga innan flokksins. Hann segir að það hafi sést í færslu sem stjórn flokksins gaf út á Facebook-hóp meðlima flokksins.

Að hefta tjáningarfrelsi einstaklinga er mikill glæpur og svívirða gegn sjálfsvirðingu og frelsi hverrar manneskju.

Það var því skelfileg árás á heilög grunngildi lýðræðisjafnaðarmanna þegar sjö manna stjórn Samfylkingarinnar, formaður meðtalinn, (öll fullorðið fólk) gaf út sameiginlega yfirlýsingu um ritskoðun á lokuðum innri samskiptavef (facebook) Samfylkingarinnar.

Samkvæmt Birgi snerist umrædd yfirlýsing um að stjórnandi í Facebook-hópnum þyrfti að samþykkja færslu áður en hún birtist. Að hans mati eru stjórnendur hópsins þar með að taka sér hlutverk „hugsanalöggu“. Hann vill meina að þessi ákvörðun hafi verið tekin til að stöðva gagnrýni í garð forustu Samfylkingarinnar.

Enda var ritskoðun þessi alls ekki sett á til að bjarga sóma flokksmanna og forða þeim frá að nota óvandað orðbragð um andstæðinga.

Hún var sett til, að hægt væri stöðva vaxandi gagnrýni flokksfólks á forustu flokksins.

Einnig vill Birgir meina að pólitískar hreinsanir eigi sér stað innan Samfylkingarinnar, en hann vill meina að Ágúst Ólafur Ágústsson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir og Einar Kárason hafi verið hreinsuð af listum flokksins fyrir komandi kosningar. Líkt og komið hefur fram voru listarnir að miklu leiti byggðir á kosningu flokksmeðlima, en Birgir gefur lítið fyrir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun