fbpx
Laugardagur 17.apríl 2021
Eyjan

Segir ríkisstjórnina ekki ráða við atvinnuleysið og sé með skuldastöðu ríkissjóðs á heilanum – „Þetta er vond hagstjórn sem elur á ójöfnuði og stöðnun“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. mars 2021 21:07

Jóhann Páll Jóhannsson. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag fjármálaáætlun fram til ársins 2026. Hana má lesa hér.

Boðskapur fjármálaráðuneytisins er að tekist hafi að milda kreppuna og aðgerðir sem gripið hafi verið til í viðbragði við Covid-faraldrinum hafi skilað árangri. Í umfjöllun Fréttablaðsins um þetta segir:

„Sér­tæk­ar að­gerð­ir á svið­i rík­is­fjár­mál­a dróg­u úr sam­drætt­i lands­fram­leiðsl­unn­ar um að lág­mark­i 100 millj­arð­a að sögn Bjarn­a og nið­ur­stöð­ur væru betr­i en all­ar spár. „Ó­tví­rætt merk­i um að að­gerð­ir séu að skil­a ár­angr­i,“ sagð­i hann. Alls hafi 119 millj­arð­ar krón­a hafa ver­ið sett­ir í fjár­fest­ing­ar- og upp­bygg­ing­a­á­tak til að bregð­ast við efn­a­hags­sam­drætt­i vegn­a COVID-19.

Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að „að­gerð­ir stjórn­vald­a vegn­a heims­far­ald­urs kór­ón­u­veir­u hafa skil­að mikl­um ár­angr­i og út­lit­ið fram und­an er bjart­ar­a en gert var ráð fyr­ir í fyrr­a. Ráð­stöf­un­ar­tekj­ur heim­il­ann­a juk­ust árið 2020 og reynd­ist sam­drátt­ur um­tals­vert minn­i en á­ætl­að var. Þett­a eru meg­in­at­rið­in í nýrr­i fjár­mál­a­á­ætl­un fyr­ir 2022-2026.“

Tek­ist hafi að drag­a úr á­hrif­um krepp­unn­ar sem COVID-19 fylg­ir með ým­iss­kon­ar stuðn­ings­úr­ræð­um fyr­ir rekstr­ar­að­il­a og ein­stak­ling­a. Gert er ráð fyr­ir í fjár­mál­a­á­ætl­un­inn­i að hag­kerf­ið taki fljótt við sér eft­ir sam­drátt í fyrr­a og mark­mið stjórn­vald­a sé „að styðj­a við vöxt efna­hagsins og stöðv­a skuld­a­söfn­un.“

Gagnrýnir mikið atvinnuleysi í langtímaspám

Í fjármálaætlunni segir að hægja muni á hagvexti vegna sérstakra aðhaldsaðgerða sem hefjist árið 2023. Atvinnuleysi verði viðvarandi næstu ár.

Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, lítur fjármálaáætlunina ekki svona björtum augum. Hann bendir á að mikið atvinnuleysi sé í framtíðarspám ríkisstjórnarinnar og það sé vegna þess að hún sé með skuldastöðu ríkisins á heilanum og hafi ekki kjark til að beita ríkisfjármálunum til að efla atvinnu, þess í stað sé sultarólin hert. Hann gefur hagstjórn ríkisstjórnarinnar lága einkunn í eftirfarandi pistli:

„Tókst að milda kreppuna segja þau, en samt er nú gert ráð fyrir enn meira atvinnuleysi en spáð var þegar síðasta fjármálaáætlun birtist í október – að meira en 11 þúsund manns verði ennþá án vinnu árið 2023.

Og einmitt þá vill ríkisstjórnin grípa til sérstakra aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum til viðbótar við almennar aðhaldskröfur sem verða í gildi þangað til og þannig „hægja á hagvexti“ eins og er viðurkennt í greinargerð fjármálaáætlunar.

Hvað ef efnahagsþróun verður lakari en ríkisstjórnin vonast eftir? Jú, þá á að herða sultarólina enn frekar, jafnvel með árlegum 50 milljarða aðhaldsráðstöfunum frá 2023 til 2025.

Samtals yrði sá niðurskurður tvöfalt meiri en umfang „sérstaka fjárfestingarátaksins“ sem á að framkvæma frá 2021-2023 (en gengur ofboðslega illa að koma almennilega í gang, sbr. sláandi tölur um samdrátt í opinberri fjárfestingu).

Ríkisstjórn KJ er með skuldahlutföll ríkissjóðs á heilanum, treystir sér ekki til að beita ríkisfjármálunum af festu til að skapa störf og virðist ekki skilja að besta leiðin til að ná jafnvægi í ríkisfjármálum er einmitt að fjölga störfum, verja mannauð og auka verðmætasköpun.

Þetta er vond hagstjórn sem elur á ójöfnuði og stöðnun.

187 dagar í kosningar og þá getum við breytt til.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ræða Þorbjargar á Alþingi vekur athygli og furðu – Hvatti fólk til að „ferðast í svefnherberginu“ og eignast börn

Ræða Þorbjargar á Alþingi vekur athygli og furðu – Hvatti fólk til að „ferðast í svefnherberginu“ og eignast börn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Yfirgefur borgarstjórn og tekur við sem framkvæmdastjóri

Yfirgefur borgarstjórn og tekur við sem framkvæmdastjóri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingmaður Miðflokks líkir ríkisstjórnarsamstarfinu við faraldurinn – „Dettur mér helst í hug svartur strútur“

Þingmaður Miðflokks líkir ríkisstjórnarsamstarfinu við faraldurinn – „Dettur mér helst í hug svartur strútur“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hildur vill opna eina sundlaug í Reykjavík fyrir bólusetta eldri borgara – „Tímabært að huga að opnara og frjálsara samfélagi“

Hildur vill opna eina sundlaug í Reykjavík fyrir bólusetta eldri borgara – „Tímabært að huga að opnara og frjálsara samfélagi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karen Kjartansdóttir hætt hjá Samfylkingunni – „Takk elsku Karen fyrir allt“ 

Karen Kjartansdóttir hætt hjá Samfylkingunni – „Takk elsku Karen fyrir allt“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Velferðarnefnd fékk gögn varðandi sóttkvíarhótelmálið afhent – Engin lögfræðileg greining

Velferðarnefnd fékk gögn varðandi sóttkvíarhótelmálið afhent – Engin lögfræðileg greining