fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Eyjan

Fyrsti samkynhneigði ráðherrann í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 07:59

Pete Buttigege.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær tilnefningu Pete Buttigieg sem samgönguráðherra landsins en Joe Biden, forseti, hafði tilnefnt hann í embættið. 86 samþykktu tilnefninguna en 13 voru á móti. Buttigieg er fyrsti samkynhneigði ráðherrann í Bandaríkjunum, að minnst kosti sá fyrsti sem hefur opinberlega skýrt frá samkynhneigð sinni.

Hann atti kappi við Biden og fleiri um að verða forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins en dró sig fljótlega í hlé og lýsti yfir stuðningi við Biden. Hann hefur verið bæjarstjóri í South Bend í Indiana síðustu ár. „Hann stendur fyrir það besta sem við erum sem þjóð,“ sagði Biden um hann en hann hefur einnig sagt hann vera „föðurlandsvin og góðan við að leysa vandamál“.

Buttigieg er 39 ára og eins og fyrr segir fyrsti yfirlýsti samkynhneigði ráðherrann í Bandaríkjunum. Biden hefur sagt að hann vilji að ríkisstjórn sín endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Buttigieg skrifaði á Twitter að hann væri „auðmjúkur vegna samþykktar öldungadeildarinnar“ og tilbúinn til að hefja störf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“