fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Björn Bjarna segir réttarríkið trufla Eflingu í aðför að einkafyrirtækjum – Lýsir einræðistilburðum Sólveigar Önnu

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 28. febrúar 2021 07:30

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að réttarríkið trufli nú Eflingu og vitnar í orð Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Halldór kallaði mál og ásakanir Eflingar gagnvart Eldum rétt „aðför,“ og „tilefnislausar ásakanir.“

Þetta kom fram í pistli Björns sem hann skrifaði í lok vikunnar á vefsíðu sína, Bjorn.is.

DV sagði frá því í vikunni að Héraðsdómur hefði vísað kröfum Eflingar á hendur fyrirtækisins Eldum rétt frá dómi og sýknað starfsmannaleiguna Menn í vinnu og fyrrum stjórnendur hennar af öllum sökum.

Þá lýsir Björn í pistli sínum einræðislegum tilburðum Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Viðars Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra stéttarfélagsins, við yfirtöku félagsins árið 2018.

Þegar forkólfar Sósíalistaflokks Íslands, Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson, náðu völdum í Eflingu-stéttarfélagi með stuðning um 8% félagsmanna voru um 42 starfsmenn hjá Eflingu. Á fyrsta stjórnarári sínu losuðu þau sig við nærri þriðjung þessara starfsmanna. Síðan þurrkuðu þau út alla stjórnarmenn í félaginu við lok umboðs þeirra, sat aðeins einn eftir. Alls hröktu þau um 20 manns úr störfum fyrir félagið til að teysta völd sín og losa sig við allar gagnrýnisraddir. Þau létu ekki þar við sitja heldur ráku einnig fólk sem þau réðu sjálf þar á meðal yfirmann verkfallshers Eflingar. Sá var fenginn til Íslands sérstaklega frá Kanada til að stjórna verkfallsaðgerðum.

Björn segir þá að allir sviðsstjórar hafi verið sviptir yfirmannsstöðum sínum og að Sólveig Anna og Viðar hafi „lagst í víking“ til að fá stjórnendur einkafyrirtækja dæma fyrir vonda meðferð á starfsfólki sínu.

Hann vitnar enn fremur til orða Halldórs Benjamíns: „Ljóst er að aðför Eflingar að Eldum rétt og tilefnislausar ásakanir hafa valdið fyrirtækinu miklu tjóni og er eðlilegt að fyrirtækið skoði réttarstöðu sína gagnvart Eflingu.“ Orðin lét Halldór falla eftir að niðurstaða Héraðsdóms lá fyrir.

Dómsmálaráðherrann fyrrverandi vekur þá jafnan athygli á tilkynningu Sólveigar Önnu til fjölmiðla frá því árið 2019:

Eldum rétt nýttu sér bágindi verkafólks frá Austur-Evrópu í gegnum það sem ég tel réttast að kalla einhvers konar mansalshring, rekinn af alræmdum síbrotamönnum í starfsmannaleigubransanum.

Björn skrifar áfram:

Halldór Benjamín segir dómarann telja ótvírætt að laun hafi verið í samræmi við kjarasamninga og greidd að fullu, löglegt hafi verið að draga frá launum útgjöld á borð við húsaleigu og flugfargjöld og að lýsing Eflingar á aðbúnaði starfsmanna hafi ekki verið í neinu samræmi við staðreyndir málsins.

Eins og vænta mátti ætla Sólveig Anna og Viðar ekki að una þessum dómi enda einkennist málflutningur þeirra jafnan af því að allir sem andmæla þeim fari villir vega.

Sólveig Anna og Viðar hafa bæði sagt að niðurstaða Héraðsdóms sé röng í „veigamiklum efnisatriðum,“ að frávísunin verði kærð til Landsréttar og sýknudómnum áfrýjað.

Björn skrifar svo að lokum:

Hótunartónninn í garð dómarans leynir sér ekki. Sumarið 2019 hóf Efling aðförina að Eldum rétt. Þá sagði Viðar Þorsteinsson við Morgunblaðið: „Það er hörmulegt að fyrirtækið haldi áfram þessum leik að skýla sér á bak við einhverja lagatæknilega fimleika.“ Hér gilda leikreglur lýðræðislegs réttarríkis þar til Sósíalistaflokkur Íslands nær völdum víðar en í Eflingu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna